VIÐ VILJUM ELÍSABETARSTÍG

Elísabetarstígur_stór4.jpg

Elísabetarstígur yrði hið mesta prýði í Reykjavíkurborg. Nú er gert ráð fyrir stíg sem lægi milli Sólvallagötu og Hringbrautar, hann þá myndi þá skera í sundur gömlu húsin við Framnesveg og risabyggingu sem verið er að reisa á gamla Bykóreitnum. Mikil mótmæli urðu við þessa risabyggingu sem þótti úr stíl við gamla og töfrandi bæjarmynd, ásamt því að skerða sólarlagið.

Stíginn átti að kenna við Pétur Hoffmann og kalla hann Hoffmannsstíg. Nú er Hoffmann löngu farinn undir græna torfu og auk þess einn af hinum hundruðum karla sem götur hafa verið kallaðar eftir í áranna rás. 

Hoffmann var frægur fyrir að gramsa í fjörunni eftir allskyns dóti sem hann kallaði gull. Hvað um það; Hofmann var skrítinn og skemmtilegur karl. En hvað um skrítna og skemmtilega konu!? Elísabet Jökulsdóttir hafði búið í sínu Töfrahúsi einsog nágrannar hennar kölluðu húsið hennar.

Hún átti það til að stilla allskonar hlutum útí gluggana, björgunarhringjum, skilti þarsem á stóð Mundu töfrana, þjóðbúningadúkkum, gyðjum ogsvfrv. Hún klæddist síðum rósóttum kjól og dansaði kringum Ufsaklett þegar hann stóð á umferðareyju. Á meðan hún bauð fólki í kaffi á steininum. Kveikti ljós í klettinum á áramótum. Sinnti stundum börnum sem áttu bágt í hverfinu. Börn komu og bönkuðu uppá og spurðu: Hver býr hér, mikið er þetta fallegt hús.

Dansað_við_Ufsaklett2.jpg

Og þannig urðu ævintýrin til hvert af öðru. En þarna bjó Elísabet í þrjátíu ár ásamt sonum sínum, gefum henni orðið: 

„Í húsinu skrifaði ég 26 bækur, í húsinu skrifaði ég leikrit í 30 ár, það var sama leikritið: Mundu töfrana. Ég fór í áfengismeðferð og fékk nýtt líf, ég fór á geðdeild og fékk nýjan skilning á lífinu, ég fór í forsetaframboð og fékk skilning á sjálfri mér og þjóðinni. Ól upp strákana mína og eldaði óteljandi kjötsúpur en þeir færðu óteljandi pizzur inní húsið. Svo lék lúðrasveit á tröppunum.

Þannig að Stígurinn minnir á Elísabetu, strákana hennar og alla íbúa hverfisins.

Þetta er einfaldlega nútímaleg hugmynd sem opnar nútímalegar víddir.

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir samþykki ég að Elísabet Jökulsdóttir geti séð allar þær upplýsingar sem ég gef upp á þessu formi.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.


Ég gef samþykki til að vinna úr þeim upplýsingum sem ég veiti á þessu eyðublaði í eftirfarandi tilgangi:




Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...