Bætt aðstaða til íþróttaiðkunar fyrir börn í Efra-Breiðholti

Við foreldrar í Efra-Breiðholti biðjum borgina um betri aðstöðu fyrir börnin okkar með því að veita Leikni íþróttahúsið í Austurbergi til afnota.

Hér má sjá svæði Leiknis og svo hversu nálægt íþróttahúsið í Austurbergi er við Leikni -en þrátt fyrir þessa nálægð hefur það ekki staðið iðkendum Leiknis til boða síðustu ár. 

austurb111.png

Það myndi bæta aðstöðu og auka þátttöku stúlkna og drengja í hverfinu í fótbolta, blaki, körfubolta og hverjum þeim íþróttum sem Leiknir gæti boðið uppá ef félagið fengi betri aðstöðu.

Foreldrar í Leikni hafa lengi horft til þessa og vonast til þess að börnin geti æft inni á veturna í Austurberginu þarsem Fellaskóli, núverandi innanhúsaðstaða -er ekki nægilega oft laus, æfingar eiga sér stað seint eða eftir að starfsemi þar lýkur og aðstaðan ekki eins góð og í Austurbergi.

Leiknir hefur sent inn umsóknir þess efnis að verða skilgreint sem hverfisfélag. Í því felst að Leiknir þarf að bjóða uppá amk þrjár íþróttagreinar. Nú hefur verið stofnuð blakdeild og samið hefur verið við Aþenu körfuboltafélag um samstarf og þarmeð er félagið komið með þrjár greinar. En þetta helst auðvitað í hendur við aðstöðu, Leiknir getur varla boðið uppá æfingar í þessum nýju greinum - nema að hafa aðstöðu til æfinga og þar kemur að Reykjavíkurborg.

Með fjölgun íþróttagreina undir merkjum sama félags þá er auðveldara fyrir börn, sérstaklega í 1. og 2. bekk að prófa sig áfram í mismunandi íþróttagreinum og nýta þau sértæku úrræði sem borgin hefur verið að bjóða uppá.

Íþróttaiðkun barna í efra-Breiðholti er ekki eins góð og hún gæti verið, nýting frístundastyrksins er einna minnst hér í hverfinu -um það hafa margir skrifað pistla en nú er færi á að taka skref í rétta átt til bóta fyrir hverfið!

Með því að veita Leikni Austurbergið, væri Reykjavíkurborg að stíga mikilvægt skref í því að bæta iðkun og upplifun barnanna á íþróttastarfinu í hverfinu.

Við óskum eftir því því að Leiknir R. fái Austurbergið afhent til umráða til reynslu a.m.k. í 5 ár.

Börn í efra-Breiðholti eiga að geta stundað íþróttir í nærumhverfinu, hverfið var upphaflega skipulagt þannig að íbúar gætu sótt helstu þjónustu innan hverfis. Aðstaða skiptir verulega miklu máli hvað þátttöku og mætingu barna varðar yfir vetrartímann sérstaklega.

Við biðlum til Reykjavíkurborgar, íþrótta og tómstundaráðs og Íþróttabandalags Reykjavíkur að taka þetta mikilvæga skref til að bæta ástundun og upplifun barna í efra-Breiðholti á íþróttum. 


Tengiliður foreldrahóps iðkenda Leiknis; Bjartey Ásmundsdóttir    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir samþykki ég að Tengiliður foreldrahóps iðkenda Leiknis; Bjartey Ásmundsdóttir geti séð allar þær upplýsingar sem ég gef upp á þessu formi.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta þessar upplýsingar opinberlega á netinu.


Ég gef samþykki til að vinna úr þeim upplýsingum sem ég veiti á þessu eyðublaði í eftirfarandi tilgangi:
Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...