Vernd og öryggi gegn dýraníði.

Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Spýtt í lófana.

2022-10-16 15:47:08

Kæru dýravinir.

Nú ætlum við að spýta í lófana og gera allt sem við getum til að láta vita af okkur.

Ekki veitir af þar sem lítið er gert til að sporna við dýraníði af hálfu þeirra sem bera ábyrgð.

Ein í hópnum okkar ráðlagði að fara inn á hverfasíður, bæði hér í borginni sem og úti á landi og
kynna stuðningslistann okkar. Það eru alltaf einhverjir dýravinir sem leynast í hverjum bæ og borg.
Við ætlum að vinna það saman, hún finnur hverfin, ég sendi út pistil og linkinn með stuðningslistanum.

Vonandi hefur þetta þau áhrif að við fyllum listann með að minnsta kosti 3,000 nöfnum til að geta fjölmennt við 
alþingishúsið, fengið fjölmiðla í lið með okkur og afhent ráðherra listann.

Saman getum við hrópað hærra fyrir hönd dýranna sem ekki geta tjáð sig eða ekki er hlustað á.
Dýraníð skal þurfa að beygja sig, við beygjum okkur ekki!

Kær kveðja og takk fyrir allan stuðning.

F.h. allra sem styðja þetta framtak.
Árný Björg Blandon




Árný Björg Blandon

Nýjasta nýtt

2022-02-11 17:37:52

Sæl verið þið.

Bara smá pistill hér til að segja ykkur hvernig gengur.

Það var smá viðtal í Bítinu í morgun(11/2/22) varðandi þennan stuðningslista sem var allsendis frábært og
við þökkum fyrir það tækifæri. Þú getur hlustað á viðtalið á FB síðunni okkar https://www.facebook.com/groups/4186516241467209

Núna eru nöfnin á stuðningslistanum 1,267. Eigum enn spöl eftir í 3,000 en höfum fulla trú á að það hafist fljótt svo
við getum afhent skjalið.

Takk fyrir allan stuðning og vonandi eruð þið til í að deila áfram til annarra sem myndu vilja styðja þetta
verðuga málefni, vernd gegn dýraníði.

Árný



Árný Björg Blandon

Staðan í dag.

2021-12-11 17:32:17

Við erum komin í 1122 undirskriftir en betur má ef duga skal upp í 3,000.

Þökkum ykkur öllum af hjarta og biðjum ykkur um deila til þeirra sem myndu vilja sjá breytingar varðandi dýraníð og dýravernd og smella nafninu sínu hér á listann. Tekur enga stund fyrir ykkur en gæti skipt sköpum fyrir dýrin.

Takk og aftur takk!





Árný Björg Blandon

Staðan.

2021-11-21 15:24:51

Hér koma smá fréttir varðandi gang undirskrifalistann.

Við erum komin í 773 undirskriftir en betur má ef duga skal upp í 3,000. Erum innilega þakklát fyrir hvert ykkar sem hafið skrifað undir.
Hvet ykkur öll til að deila með vinum og kunningjum og ath. hvort ekki er áhugi að skrá nafnið sitt undir.

Nú förum við brátt að vita hver verður ráðherra þessa efnis og væri ljúft að geta fært honum skjalið sem allra fyrst.

Einnig er komin Facebooksíða þar sem meðlimir eru komnir yfir 1,000 og þar er hægt að heyra meira um það sem er að gerast. 
Set linkinn hér fyrir neðan.

Kær kveðja frá teyminu.

https://www.facebook.com/groups/4186516241467209








Árný Björg Blandon



Deildu undirskriftalistanum

Hjálpaðu til við að ná nægum undirskriftum á undirskriftalistann.

Hvernig á að koma undirskriftalista á framfæri?

  • Deildu undirskriftalistanum á Facebook-veggnum þínum og í hópa sem tengjast málefni undirskriftalistans.
  • Hafðu samband við vini þína
    1. Skrifaðu skilaboð þar sem þú útskýrir af hverju þú hefur skrifað undir þennan undirskriftalista, þar sem fólk er líklegra til að skrifa undir ef það skilur hversu mikilvægt mál efnið er.
    2. Afritaðu og límdu veffang undirskriftalistans í skilaboðin þín.
    3. Sendu skilaboðin með tölvupósti, SMS, á Facebook, WhatsApp, Twitter, Skype, Instagram og LinkedIn.



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...