Vernd og öryggi gegn dýraníði.

Vernd og öryggi gegn dýraníði. / Tilkynningar / Staðan í dag. / Athugasemdir


Anonymous

#1

2022-02-09 21:59

Við höldum galvösk áfram að safna undirskriftum. Það eru alltaf að bætast við nöfn og við biðjum ykkur endilega að segja öðrum frá. Fólki sem er annt um dýravernd og vill fá hreyfingu á umönnun þeirra,viðurlög og sektir við dýraníði. Það þarf sannarlega breytingar þar að lútandi. Undirskriftir eru komnar í 1,239 og við ætlum að ná takmarkinu, 3000 nöfnum. Við getum þetta og það verður frábært að safnast saman við alþingishúsið einn góðan veðurdag og afhenda ráðherra skjalið með öllum undirskriftunum okkar. Takk öll!

Anonymous

#2

2022-02-11 14:59

Smá uppfærsla. Það kom viðtal á Bylgjunni í morgun, í þætti Heimis og Gulla (Bítið) þar sem sagt var frá stuðningslistanum og ástæðunum fyrir honum og að við stefnum á að afhenda ráðherra listann sem fyrst. En, áður þurfum við slatta af nöfnum. Erum komin í 1,264. Þið getið heyrt þetta viðtal á Bylgjunni eða á FB síðunni okkar. Treystum þvi að nú bregðist fólk verulega við og skrái nöfnin sín ásamt því að deila með öðrum. Þörfin er mikil fyrir úrbætur í þessum málum og við getum svo sannarlega hjálpað með að láta vita að við líðum ekki dýraníð og viljum að reglum og viðurlögum sé fylgt eftir í öllum slíkum málum. Þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn, við höldum galvösk áfram :)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...