Styðja skal við starfsemi listdansskóla til samræmis við annað listnám!

Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Takk fyrir þína undirskrift!

2023-04-26 10:16:51

Kæru stuðninsaðilar, 

 

undirskriftalistinn okkar til stuðnings listdansskólanna er nú lokaður. Við fengum 1596 undirskriftir sem við erum nokkuð ánægð með. 
Næsta skref er að færa ráðherra listann á fundi og verður haldið áfram að ýta á eftir ráðuneytinu með að veita okkur fundartíma. 

 

Við hættum ekki hér, listdansskólarnir þurfa að fá svör!

Kveðja

Félag íslenskra listdansara


Félag íslenskra Listdansara

Við höldum listanum opnum fram að 21. apríl

2023-04-13 09:17:37

Kæru stuðningsaðilar, 

við færum ykkur þakkir fyrir að styðja við málefni listdansskólanna. Það er mikilvægt að réttur barna til þess að stunda það listnám sem þau vilja og sem hentar þeim best sé jafn hér á landi og úr þessu verður að bæta. 

Í þessum töluðu orðum eru komnar 1433 undirskriftir sem er frábært og við vonumst til að það komi enn fleiri. Það hefur verið smá rólegt hjá okkur yfir páskana en nú erum við komin á fullt aftur og höldum áfram að ýta á fundartíma með ráðherra. 

Það er ómögulegt að láta þetta mál bíða of lengi og ekki forsvaranlegt að ætla að svara okkur þegar vorönnin er búin. Við þurfum að vita hvernig málum verður háttað næsta haust. Nú erum við einnig að bíða eftir að tilkynnt verði um málamiðlunarstyrk fyrir þetta skólaár en hingað til hefur það verið tilkynnt í mars/apríl mánuði. 

Hvet ykkur til þess að halda áfram að deila og tala um þetta mál þannig að það dreifist sem víðast. 

Takk fyrir ykkar stuðning, saman komum við þessu máli áfram! 


Félag íslenskra Listdansara

823 undirskriftir og fyrirspurn send til ráðherra!

2023-03-23 22:25:49

Kæru stuðningsaðilar, 

við færum ykkur þakkir fyrir að styðja við málefni listdansskólanna. Það er mikilvægt að réttur barna til þess að stunda það listnám sem þau vilja og sem hentar þeim best sé jafn hér á landi og úr þessu verður að bæta. 

Í þessum töluðu orðum eru komnar 823 undirskriftir sem er frábært og við vonumst til að það komi enn fleiri.

Viðar Eggertsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar sýndi máli okkar áhuga og sendi fyrirspurn áfram til mennta- og barnamálaráðherra í dag, fyrirspurnina getið þið séð hér: https://www.althingi.is/altext/153/s/1393.html

Nú bíðum við svara en stjórn Fíld mun einnig senda beiðni til ráðuneytisins um að fá fund með ráðherra til þess að ræða málin frekar. 

Hvet ykkur til þess að halda áfram að deila og tala um þetta mál þannig að það dreifist sem víðast. 

Takk fyrir ykkar stuðning, saman komum við þessu máli áfram! 


Félag íslenskra Listdansara

Takk fyrir þinn stuðning!

2023-03-22 12:16:02

Kæru stuðningsaðilar, 

fyrst vil ég þakka ykkur kærlega fyrir að styðja við málefni listdansskólanna. Það er okkur óskiljanlegt að mismunað sé á milli listgreina þegar kemur að opinberum stuðningi við nám barna og unglinga.  Og er það okkur mikil hvatning að sjá hversu margir hafa skrifað undir nú þegar og að lesa athugasemdir sem margir hafa bætt við sína undirskrift. 

Við höfum náð 550! undirskriftum á undir tveimur sólarhringum sem er mjög gott en við viljum hvetja alla sem tök hafa á að deila þessum lista áfram með sínu tengslaneti; á facebook eða með vinum og ættingjum gegnum tölvupóst eða skilaboð. Sterkari stöndum við saman og náum út til enn fleiri! 

 

Takk fyrir þinn stuðning, hann er ómetanlegur! 


Félag íslenskra listdansara



Deildu undirskriftalistanum

Hjálpaðu til við að ná nægum undirskriftum á undirskriftalistann.

Hvernig á að koma undirskriftalista á framfæri?

  • Deildu undirskriftalistanum á Facebook-veggnum þínum og í hópa sem tengjast málefni undirskriftalistans.
  • Hafðu samband við vini þína
    1. Skrifaðu skilaboð þar sem þú útskýrir af hverju þú hefur skrifað undir þennan undirskriftalista, þar sem fólk er líklegra til að skrifa undir ef það skilur hversu mikilvægt mál efnið er.
    2. Afritaðu og límdu veffang undirskriftalistans í skilaboðin þín.
    3. Sendu skilaboðin með tölvupósti, SMS, á Facebook, WhatsApp, Twitter, Skype, Instagram og LinkedIn.