Styðja skal við starfsemi listdansskóla til samræmis við annað listnám!

Vorsýning_08042019_kl_19_-060_(2).jpg 

ÁSKORUN Á MENNTA- OG BARNAMÁLARÁÐHERRA

Kallað er eftir fjárstuðningi við starfsemi listdansskóla til samræmis við þann fjárstuðning sem veittur er af ríki og sveitarfélögum til tónlistarskóla

 

Við undirrituð skorum á háttvirtan mennta- og barnamálaráðherra að koma á réttmætum stuðningi við starfsemi listdansskóla vegna kennslu grunnnáms í listdansi. Mikið misræmi og ójafnræði ríkir í fjárúthlutunum ríkis og sveitarfélaga til listnáms og er aðstöðumunur listgreina mjög mikill er kemur að starfsumhverfi og aðbúnaði. Árið 1963 voru sett lög um tónlistarskóla í landinu og fjármagn til tónlistarnáms stóreflt í kjölfarið. Sú fjárfesting var mikið gæfuspor og hefur hún skilað sér í blómlegu tónlistarlífi og uppbyggingu á tónlistarnámi fyrir börn og ungmenni um allt land. Við undirrituð bendum á það hróplega misrétti sem listdansnemar búa við í dag eins og hefur komið fram í fjölmiðlum seinustu daga og vikur.

Gera þarf betur í að tryggja börnum og ungmennum jöfn tækifæri er kemur að vali á listnámi, óháð því hvaða listgrein eða tómstund á í hlut. Engin lög eru til um starfsemi listdansskóla og fjárframlög til listdansnáms eru ótrygg og í engu samræmi við umfang námsins. Til að listgreinin dans geti þróast á faglegum forsendum og á jafnréttisgrundvelli í landinu þarf að koma á lagasetningu og fjárstuðningi frá ríki og sveitarfélögum með listdansnámi sem fyrst.

Jöfn tækifæri fyrir börnin okkar,                                                                                                              óháð hæfileikum þeirra og vali á listnámi

Dags. 20.03 2023

 

 


Félag íslenskra Listdansara    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans