Áminning til ríkisstjórnar Íslands
Á aðalfundi Læknafélags Íslands þann 25. september 2014 viðurkenndi heilbrigðisráðherra áhyggjur sínar af læknaflótta á Íslandi. Á sama tíma hafa kjarasamningar lækna legið lausir í 8 mánuði. Nýútskrifaður læknir á í dag erfitt með að framfleyta sér hvað þá fjölskyldu miðað við lágmarksframfærsluviðmið velferðararáðuneytisins ef unnin er 100% dagvinna og lítill áhugi virðist á að bæta kjör lækna. Undirritaðir eru almennir læknar starfandi á Íslandi sem munu ekki snúa aftur úr sérnámi eða eru að íhuga að skipta um starfsvettvang ef ekki verður gerð meiriháttar leiðrétting á kjörum strax. Að lokum minnum við á að uppsagnarfrestur hjá almennum læknum er 1 mánuður og því mikilvægt að bregast hratt við.
Þórir Már Björgúlfsson Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Höfundur undirskriftarlistans hefur lokað honum.Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum fjarlægt persónuupplýsingar undirritenda.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |