Áskorun á stjórn Menntavísindasviðs

Í  águst s.l. voru auglýstar lausar til umsóknar tvær stöður lektora við námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Önnur staðan með sérsvið innan útivistar og óformlegs náms, hin á sviði félagsmiðstöðva, æskulýðsstarfs og fagvettvangs. Meðal umsækjenda um þessi störf voru tveir lykilstarfsmenn deildarinnar, doktorsnemar, sem jafnframt eru helstu sérfræðingar hérlendis - hvor á sínu sviði þessara sérsviða. Lyktir urðu þær að hvorugur þessara starfsmanna hlutu viðkomandi stöður. Ekki var ráðið í stöðu sérfræðings á sviði útivistar og óformlegs náms en í stöðu sérfræðings á sviði félagsmiðstöðva, æskulýðsstarfs og vettvangs var ráðinn virtur vísindamaður af ólíku fræðasviði. 

Niðurstöður urðu því þær að tveir af  lykilstarfsmönnum deildarinnar, hvor á sínu sérfræðisviði  eru ekki taldir hæfir til þess að sinna þeim störfum sem þeir hafa sinnt undanfarin ár? Slíkt mat er ekki einkamál viðkomandi starfsmanna. Hvort sem litið er til almennra mannauðssjónarmiða eða annara þátta, þá er ekki hægt að horfa fram hjá því og líta á það sem eitthvert einkamál Menntavísindasviðs að ráða til verka sérfræðinga í tómstunda- og félagsmálafræðum af allt öðru fræðasviði. Í slíku felst lítilsvirðing bæði gagnvart þeim starfsmönnum sem byggt hafa upp viðkomandi sérfræðisvið hérlendis, fræðasviðinu öllu sem og fagumhverfinu í heild.  

Við, sem þetta undirritum, fagfólk, starfsmenn, sérfræðingar í æskulýðs- og félagsmálum, tómstunda- og félagsmálafræðingar og annað fólk sem lætur sig málefni tómstunda- og félagsmálafræðinnar varða, skorum hér með á stjórn Menntavísindasviðs og eða yfirstjórn Háskóla Íslands til endurskoða þetta mál í heild og leysa það af virðingu gagnvart viðkomandi starfsmönnum.

Sem og ekki síst af virðingu gagnvart fræðasviðinu og fagumhverfinu í heild.   


Magnús Sigurjón Guðmundsson    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans