Áskorun Það er von til stjórnvalda
Þríþætt áskorun Það er von til stjórnvalda og Heilbrigðisráðherra
1. Vinna upp biðlista í meðferðir fyrir fólk með fíknivanda.
Það er alltof langur biðtími í afvötnun/afeitrun, sumir hafa hreinlega ekki 6 mánuði til þess að bíða.
2. Styrkja starfandi áfangaheimili til þess að halda betur utanum skjólstæðinga sína.
Hvert fall sem við náum að koma í veg fyrir er sigur fyrir samfélagið.
3. Fjölgun plássa á geðdeild
Fjöldi fólks leitar til geðdeildar á hverjum degi og er vísað frá, fólk sem er í alvarlegri hættu á sjálfsskaða og að skaða samfélagið.