Áskorun á stjórnvöld að stofnað verði embætti Umboðsmanns Öryrkja og langveikra.

Það er flestöllum sem það vilja vita orðið morgunljóst að stjórnvöld á Íslandi og kerfið sem þau hafa alið er slétt sama um hagsmuni öryrkja. Ef viljinn væri fyrir hendi af hreinni alvöru, þá væru öryrkjar upp til hópa ekki að lepja dauðann úr skel og þeirra fjölskyldur. Öryrkjar finna fyrir grimmd kerfisins upp á hvern einasta dag, t.d í hinni eilífu baráttu við Tryggingastofnun. 

Margir sem eru öryrkjar eru það veikir á líkama og sál að þrotlaus barátta við kerfiskallanna setur þau í snemmbúna kör og sú fátæktargildra sem spennt hefur verið og veldur sálarangist kemur mörgum í gröfina fyrr en áætlað var. 

Því er kominn tími til að stofnað verði embætti Umboðsmanns Öryrkja og langveikra, að þeir eigi sér sérstakan stjórnskipaðan umboðsmann til að leita til og gæta hagsmuna sinna og að kerfið fari loks mýkri höndum um þá sem verst mega sín. Einnig vantar upp á í kerfið að þeir sem veikjast alvarlega og jafnvel fyrir lífstíð viti hvaða rétt þeir hafa er þeir koma út af sjúkrastofnunum og að þar séu úrræði sem grípa þá. 

 

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir samþykki ég að Jói Waage geti séð allar þær upplýsingar sem ég gef upp á þessu formi.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.


Ég gef samþykki til að vinna úr þeim upplýsingum sem ég veiti á þessu eyðublaði í eftirfarandi tilgangi:
Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...