Áskorun til bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar

Við foreldrar barna (og aðrir sem hafa áhuga á málefninu) í grunn- og leikskólum Suðurnesjabæjar skorum hér með á fræðsluþjónustu Suðurnejsabæjar að vinna að því að sameina starfs- og skipulagsdaga a.m.k. í hvorum bæjarkjarna fyrir sig með þeim hætti að þeir verði (eins og við verður komist) á sömu dögum í Gefnarborg og Gerðaskóla og svo í Sólborg og Sandgerðisskóla. Hefur undirrituð t.a.m. fengið þær upplýsingar frá íbúa og varamanni bæjarstjórnar í Vogum að þetta fyrirkomulag hafi verið tekið upp þar fyrir 2 árum og foreldrar virkilega ánægðir með framtakið. Að þessu leyti er vitnað í samstarf bæjarfélaganna tveggja hvað varðar fræðsluskrifstofu. Er það okkar helsta von að þetta fækki frídögum hjá foreldrum sem þau þurfa að taka vegna skipulags- og starfsdaga hjá börnunum sínum og geti þar af leiðandi nýtt fleiri daga með þeim yfir sumarið t.d.

 

Með vinsemd og ósk um ánægjulegar undirtektir: Guðný Þorsteinsdóttir, foreldri barna í Gerðaskóla og Gefnarborg. 

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Guðný Þorsteinsdóttir to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.


EðA







Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...