Áskorun til forseta Íslands

            Við öryrkjar og ellilífeyrisþegar skorum á þig, forseti Íslands, að laga kjör öryrkja og elilífeyrisþega. Þetta er hópur sem hefur verið í svelti hér á Íslandi og við sættum okkur ekki við það lengur. Teljum við okkur þurfa að leita til þín með okkar mál, því við getum ekki treyst á að alþingismenn bjargi okkur.

Þessi hópur þarf að sjálfsögðu að eiga fyrir nauðsynjum sem við eigum rétt á sem manneskjur. Líta ber til þess að þetta er hópur sem hefur engan samningsrétt og getur þar af leiðandi ekki samið um kjör sín. Flest okkar geta ekki lagt á sig vinnu og eru því alfarið komin upp á þær tekjur sem ríkið og lífeyrissjóðir skaffa okkur.

            Kjör okkar hafa um langan tíma verið svo bágborin að þau eru við fátækramörk.

 Hvernig er hægt að ætlast til að fólk framfleyti sér við þessar aðstæður  ??

 

             Við viljum breytingar til batnaðar fyrir þennan hóp.

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir gef ég Arnleif og Sigrún leyfi til að afhenda undirritun mína til þeirra sem sem hafa vald yfir þessu viðfangsefni.


EðA

Þú munt fá tölvupóst með hlekk til að staðfesta undirritun þína. Til að tryggja að þú móttakir tölvupóstinn þinn skaltu vinsamlegast bæta info@petitions.net við nafnaskrána þína eða á öruggan sendendalista.

Athugaðu að þú getur ekki staðfest undirritun þína með því að svara þessum skilaboðum.
Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...

Facebook