Áskorun til forseta Íslands

            Við öryrkjar og ellilífeyrisþegar skorum á þig, forseti Íslands, að laga kjör öryrkja og elilífeyrisþega. Þetta er hópur sem hefur verið í svelti hér á Íslandi og við sættum okkur ekki við það lengur. Teljum við okkur þurfa að leita til þín með okkar mál, því við getum ekki treyst á að alþingismenn bjargi okkur.

Þessi hópur þarf að sjálfsögðu að eiga fyrir nauðsynjum sem við eigum rétt á sem manneskjur. Líta ber til þess að þetta er hópur sem hefur engan samningsrétt og getur þar af leiðandi ekki samið um kjör sín. Flest okkar geta ekki lagt á sig vinnu og eru því alfarið komin upp á þær tekjur sem ríkið og lífeyrissjóðir skaffa okkur.

            Kjör okkar hafa um langan tíma verið svo bágborin að þau eru við fátækramörk.

 Hvernig er hægt að ætlast til að fólk framfleyti sér við þessar aðstæður  ??

 

             Við viljum breytingar til batnaðar fyrir þennan hóp.