Áskorun til Vegagerðarinnar og Rangárþings ytra um vegabætur á Þingskálavegi
Undirrituð skora á Vegagerðina og Rangárþing ytra að hafist verði handa sem fyrst við að koma Þingskálavegi (268) í ástand sem unað verði við.
Vegurinn er grófur, holóttur og með miklum þvottabrettum. Í hlýindum og leysingum myndast á honum stórhættuleg hvörf og skvompur og í þurrviðraköflum á sumrin er hann umlukinn þykkum rykmekki sem sest á allt. Undirlag vegarins er mjög lélegt og eins og þeir sem þekkja til vita að þó að reynt sé að hefla, valta og rykbinda dugir það aðeins fáa daga í hvert sinn. Fólk verður fyrir tjóni á eigum sínum, lakkskemmdir, brotnar rúður, ónýt dekk, það er segin saga.
Þetta ástand er ekki mönnum bjóðandi og íbúar, ferðaþjónustuaðilar og aðrir landeigendur á þessu svæði óska þess að búa við sömu lífsgæði í samgöngumálum og aðrir í Rangárþingi ytra. Við ítrekum þess vegna áskorun okkar um að bætt verði úr þessu ófremdarástandi án tafar.
Ásdís Arnardóttir fyrir hönd allra sem nota Þingskálaveg Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans