Áskorun á Lögmannafélag Íslands
Við undirrituð skorum á Lögmannafélag Íslands að beita sér fyrir því að lögmenn sem hafa gerst gróflega brotlegir við íslensk lög, og verið sviptir lögmannsréttindum, eigi þess ekki kost að endurheimta þau þrátt fyrir uppreista æru. Það er okkar einlæga skoðun að einstaklingar innan þeirra stétta sem standa eiga vörð um lögin eigi að ganga á undan með góðu fordæmi ellegar missa réttindi sín til starfa innan þeirra. Að okkar mati er óverjandi að einstaklingar sem dæmdir hafa verið til refsingar fyrir alvarleg afbrot fari með þá ábyrgð sem fylgir slíkum réttindum. Það er til þess fallið að grafa undan trausti almennings á lögmannastéttinni og réttarkerfinu í heild sinni.
Katla Asgeirsdottir Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |