Auknar loftgæðamælingar í Hvalfirði

Iðjuverin á Grundartanga losa árlega mikið magn eiturefna út í andrúmsloftið. Skaðsemi efna á borð við flúor og brennistein fyrir náttúru og lífríki er vel þekkt. Losun eiturefnanna á sér stað allan ársins hring. Þrátt fyrir það fer umhverfisvöktun vegna flúors í andrúmslofti utan iðjuveranna aðeins fram frá apríl til október, þ.e. hálft árið. Þetta gerist þrátt fyrir margítrekaðar ábendingar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð um að sum húsdýr séu á beit yfir vetrartímann.

Einnig er heimilt samkvæmt starfsleyfi viðkomandi iðjuvers, að auka útsleppi flúors á vetrarmánuðum, þegar flúor í andrúmslofti er ekki mældur, á þeim forsendum að það sé utan vaxtar og beitartíma. Sjá grein 2.1.6. í starfsleyfi:

"

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu manna og dýra sem og fæðuöryggi í Hvalfirði, að hægt sé að fylgjast með eiturefnum í lofti og staðreyna mengun á hverjum tíma. Það hlýtur einnig að vera umhverfisyfirvöldum og iðjuverunum sjálfum kappsmál að hafa þessar upplýsingar.

Við biðjum þig að taka undir áskorun okkar um að auka loftgæðamælingar vegna flúors í Hvalfirði með því að ljá undirskrift þína hér að neðan.

Við skorum á yfirvöld umhverfismála að hefja vöktun á flúori yfir vetrartímann, frá og með október 2013. Mælt verði flúor í öllum mælitækjum fyrir loftgæði sem gert er ráð fyrir í gildandi vöktunaráætlun.


Nánari upplýsingar um mengandi útblástur, mengunareftirlit og Umhverfisvaktina við Hvalfjörð má finna hér: www.umhverfisvaktin.is

 

 


Umhverfisvaktin við Hvalfjörð    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans