Dynheima aftur sem hljómsveitar & tónlistarhús

Áskorun til Akureyrarbæjar um að nýta Hafnarstræti 73 sem tónlistarhús og endurvekja tónlistarmenningu Akureyrar.

 

Hafnarstræti 73 var reist árið 1923 undir starsemi Akureyrarbíós, svo var það árið 1946 sem að Tónlistarskóli Akureyrar var stofnaður í húsnæðinu og hafði hér aðsetur allt fram yfir 1970.

Dynheimar voru starfræktir uppúr 1970 í Hafnarstræti 73 og var húsnæðið nýtt sem tónlistarhús og gegndi það því hlutverki í rúm 30 ár eða allt þar til rekstur félagsmiðstöðvarinnar var fluttur upp í Rósenborg. Voru ófáir tónleikar haldnir þar fyrir upprennandi hljómsveitir enda mjög góður salur og æfingaraðstaða fyrir hljómsveitir i viðbyggingu,  fjöldi ýmiskonar balla og diskóteka voru haldin þar og var húsið einnig notað að hluta til fyrir leiklistarfólk ásamt félagsmiðstöð fyrir unglinga.

Í dag  er húsið nýtt sem geimsla fyrir leiklistarmuni leikfélags Akureyrar ásamt því að vera að einhverju leiti æfingaraðstaða og salurinn nýttur undir einstaka leiklistar sýningar.

Dynheimar eru hluti af sögu Akureyrar sem tónlistarmenningar hús og okkar vilji er að húsnæðinu sé sýnd sú virðing að vera notað sem slíkt, líkt og  Leikhús Akureyrar er nýtt undir leikhússtarfsemi. Best væri ef  leikhúsið myndi áfram  æfa og sýna í húsinu líkt og áður var að einhverju leiti og væri það ákjósnlegt samstarf milli tónlistar- og leiklistarmenningar.

Dynheimar eru tónlistarmenningar arfur Akureyrar og það loforð um að starf þess mundi haldast óbreitt í húsnæði Rósenborgar hefur ekki staðist þar sem skortur er á  æfingarhúsnæði fyrir hljómsveitir ásamt því að menningin sem hafði skapast í kringum Dynheima einfaldlega lognaðist útaf, og er það staðreynd því að  Dynheimar voru Hjarta tónleika og tónlistarmenningar Akureyrar fyrir óþekkta sem og þekkta tónlistarmenn til þess að koma saman og halda fjölda tónleikar ár hvert.

Hér er hugmynd að mögulegri nýtingu Hafnastrætis 73 ( Dynheima)             

 

1. Salur í aðalbyggingu notaður fyrir tónleikahald og leiklistar æfingar / sýningar.

2. Neðrihæð sem var áður matsalur samnýttur af leiklistar og tónlistarfólki fyrir hittinga og hugmyndasmíði, og herbergið þar innan af skipt til helminga, annarsvegar fyrir leiklistarfólk og tónlistarfólk hinsvegar til að vinna sitt starf.

3. Viðbygging Dynheima væri auðveldlega hægt að hólfa niður í ca. sex æfingaraðstöður ásamt því að hafa eitt rými fyrir upptöku og vinnslu tónlistar

 

Við hvetjum  Akureyrarbæ að virða Dynheima sem tónlistar arfleifð Akureyrar á sama hátt og Leikhúsið og glæða lífi í þá blómstrandi tónlistarmenningu Akureyrar sem áður var. Og skorum einnig á ykkur að taka þátt í að endurvekja Dynheima með undirskrift ykkar.