Endurskoða skipulag á Sumardeginum fyrsta í Vesturbænum

Við mótmælum því metnaðarleysi sem virðist ríkja um þessi hátíðarhöld þetta árið.


Við, íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur, viljum að skrúðgöngu verði aftur komið á í Vesturbænum, rétt eins og síðustu ár, og er viðhaldið í mörgum hverfum borgarinnar.
Þá viljum við einnig að hátíðarhöld verði á ný færð á KR svæðið, eða þeim fundinn annar staður en Melaskóli sem er síður en svo skjólsæll fyrir slík hátíðarhöld.
Þetta förum við fram á að komi til framkvæmda á Sumardaginn fyrsta árið 2018.

Skrúðganga með lúðrasveit og skátum er eitt það sem "hringir inn sumarið" í hjörtum flestra Íslendinga og eru Vesturbæingar þar engin undantekning. Þá hafa hátíðarhöld síðustu ár farið fram á bílastæði KR, á stéttinni sem og innanhúss við góðar og flottar undirtektir.
KR lóðin hentar vel þar sem hún er skjólsæl og einnig hægt að leita inn ef illa viðrar.

Börn og foreldrar í Vesturbænum lýsa yfir frati á þetta nýja skipulag og óska eftir að gamla skipulagið verði tekið upp að nýju, eða nýtt skipulag í samráði við íbúa.


Þórdis V. Þórhallsdóttir    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir gef ég Þórdis V. Þórhallsdóttir leyfi til að afhenda undirritun mína til þeirra sem sem hafa vald yfir þessu viðfangsefni.


EðA

Þú munt fá tölvupóst með hlekk til að staðfesta undirritun þína. Til að tryggja að þú móttakir tölvupóstinn þinn skaltu vinsamlegast bæta info@petitions.net við nafnaskrána þína eða á öruggan sendendalista.

Athugaðu að þú getur ekki staðfest undirritun þína með því að svara þessum skilaboðum.
Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...

Facebook