Endurskoða skipulag á Sumardeginum fyrsta í Vesturbænum
Við mótmælum því metnaðarleysi sem virðist ríkja um þessi hátíðarhöld þetta árið.
Við, íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur, viljum að skrúðgöngu verði aftur komið á í Vesturbænum, rétt eins og síðustu ár, og er viðhaldið í mörgum hverfum borgarinnar.
Þá viljum við einnig að hátíðarhöld verði á ný færð á KR svæðið, eða þeim fundinn annar staður en Melaskóli sem er síður en svo skjólsæll fyrir slík hátíðarhöld.
Þetta förum við fram á að komi til framkvæmda á Sumardaginn fyrsta árið 2018.
Skrúðganga með lúðrasveit og skátum er eitt það sem "hringir inn sumarið" í hjörtum flestra Íslendinga og eru Vesturbæingar þar engin undantekning. Þá hafa hátíðarhöld síðustu ár farið fram á bílastæði KR, á stéttinni sem og innanhúss við góðar og flottar undirtektir.
KR lóðin hentar vel þar sem hún er skjólsæl og einnig hægt að leita inn ef illa viðrar.
Börn og foreldrar í Vesturbænum lýsa yfir frati á þetta nýja skipulag og óska eftir að gamla skipulagið verði tekið upp að nýju, eða nýtt skipulag í samráði við íbúa.
Þórdis V. Þórhallsdóttir Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |