Endurvekjum norrænu dagaheitin
Gömlu og fallegu norrænu dagaheitin lifa góðu lífi á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Englandi og víðar í Norður Evrópu en því miður ekki á Íslandi, enda var þeim breytt hér fyrir margt löngu.
Við viljum að norrænu dagaheitin verði endurvakin, til heiðurs norrænni menningararfleifð þjóðarinnar.
Eftir breytingu væru daganöfnin því :
- Sunnudagur (óbreytt)
- Mánadagur
- Týsdagur
- Óðinsdagur
- Þórsdagur
- Freyjudagur*
- Laugardagur(óbreytt)
*Nýtt heiti föstudags væri Freyjudagur til samræmis við dag Venusar í latínu
Valþór Druzin Halldórsson Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |