Fjarðarheiðargöng framar í samgönguáætlun

Undirskriftum er safnað til stuðnings Fjarðarheiðarganga á internetinu. Aðeins ætlað þeim sem geta ekki skrifað undir á pappír, en það er gengið í hús á Seyðisfirði, Egilsstöðum og í Fellabæ þar sem fólki er boðið að skrifa undir áskorunina. Áskorunin er hér að neðan. 

Söfnuninni lýkur þriðjudaginn 13. ágúst kl. 24:00.

Áskorun til stjórnvalda!

Við undirrituð skorum á stjórnvöld að beita sér fyrir því að Fjarðarheiðargöng verði sett framar í endurskoðaða samgönguáætlun heldur en þau birtust í þeirri samgönguáætlun fyrir 2019 – 2023 sem gefin var út á haustdögum 2018. Við gerum kröfu um það að vetrareinangrun íbúa Seyðisfjarðarkaupstaðar verði rofin. Að öryggi ferðalanga sem og íbúa á Austurlandi verði tryggt með jarðgöngum undir Fjarðarheiði. Einnig að samgöngur til Evrópu um Fjarðarheiði á leið úr landi með Norrænu verði gerðar öruggari með gerð jarðganga.

 


Aðalheiður Borgþórsdóttir / Seyðisfjarðarkaupstaður    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans