Fjarðarheiðargöng framar í samgönguáætlun
Undirskriftum er safnað til stuðnings Fjarðarheiðarganga á internetinu. Aðeins ætlað þeim sem geta ekki skrifað undir á pappír, en það er gengið í hús á Seyðisfirði, Egilsstöðum og í Fellabæ þar sem fólki er boðið að skrifa undir áskorunina. Áskorunin er hér að neðan.
Söfnuninni lýkur þriðjudaginn 13. ágúst kl. 24:00.
Áskorun til stjórnvalda!
Við undirrituð skorum á stjórnvöld að beita sér fyrir því að Fjarðarheiðargöng verði sett framar í endurskoðaða samgönguáætlun heldur en þau birtust í þeirri samgönguáætlun fyrir 2019 – 2023 sem gefin var út á haustdögum 2018. Við gerum kröfu um það að vetrareinangrun íbúa Seyðisfjarðarkaupstaðar verði rofin. Að öryggi ferðalanga sem og íbúa á Austurlandi verði tryggt með jarðgöngum undir Fjarðarheiði. Einnig að samgöngur til Evrópu um Fjarðarheiði á leið úr landi með Norrænu verði gerðar öruggari með gerð jarðganga.
Aðalheiður Borgþórsdóttir / Seyðisfjarðarkaupstaður Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Höfundur undirskriftarlistans hefur lokað honum.Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum fjarlægt persónuupplýsingar undirritenda.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |