Klárum dæmið


Gestur

/ #31 Re:

2013-04-22 15:00

#10: -

Þetta er einfaldlega ekki rétt, það er alveg klárt að þegar samningur liggur fyrir fær þjóðin að velja já eða nei.

Það er mörgu haldið fram um aðildaferlið og evrópusambandið sem er langt frá því að vera rétt og það eitt er óupplýst umræða og blekkingaleikur. Áróður eins og  þegar andstæðingar þess að standa í aðildaviðræðum við Evrópusambandið héldu því fram m.a. í bændablaðinu að íslensk ungmenni myndu þurfa ganga í evrópuherinn sem er ekki einu sinni til. Sumir vilja einfaldlega ekki að þjóðin fái að sjá samninginn því þeir telja það henta illa sínum eigin hagsmunum en vita hinsvegar að samningurinn gæti hentað hagsmunum heildarinnar og eru því hræddir.