Klárum dæmið
Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Þessi umræðuþráður hefur verið sjálkrafa búinn til vegna undirskriftarsöfnunar Klárum dæmið.
Gestur |
#292013-04-22 14:47Ég vil endilega fá að vita hvað er í boði en ekki láta einhverja pólitíkusa ákveða það fyrir mig að það eigi ekki að klára aðildarviðræður. |
Gestur |
#302013-04-22 14:58Þessu fólki er treystandi: http://www.vidraedur.is/samninganefndin/adalsamninganefnd/ |
Gestur |
#31 Re:2013-04-22 15:00Þetta er einfaldlega ekki rétt, það er alveg klárt að þegar samningur liggur fyrir fær þjóðin að velja já eða nei. Það er mörgu haldið fram um aðildaferlið og evrópusambandið sem er langt frá því að vera rétt og það eitt er óupplýst umræða og blekkingaleikur. Áróður eins og þegar andstæðingar þess að standa í aðildaviðræðum við Evrópusambandið héldu því fram m.a. í bændablaðinu að íslensk ungmenni myndu þurfa ganga í evrópuherinn sem er ekki einu sinni til. Sumir vilja einfaldlega ekki að þjóðin fái að sjá samninginn því þeir telja það henta illa sínum eigin hagsmunum en vita hinsvegar að samningurinn gæti hentað hagsmunum heildarinnar og eru því hræddir. |
Gestur |
#322013-04-22 15:01Bráðnauðsynlegt að klára viðræður, svo þjóðin sjálf, geti kosið bindandi kosningu um samninginn. Þjóðin á að ráða, og þjóðin mun bera gæfa til að fallast á meirihlutavilja, rétt eins og hún hefur gert um árabil. Það er grundvallarregla lýðræðisins. |
Gestur |
#342013-04-22 16:08Það verður að klára þetta dæmi annas verður aldrei nein sátt um málið |
Gestur |
#382013-04-22 16:39Ég vil ekki að Bjarni Ben eða Sigmundur Davíð taki ákvörðun fyrir mig eða segi hvað mér er fyrir bestu. Ég er fullfær um það. |
Gestur |
#392013-04-22 16:44Ég vil mannréttindi og líklega er engin von um það nema að ganga í Evrópusambandið "til að bjarga okkur frá okkur sjálfum" eins og Hallgrímur segir...... https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=1GUTlJqgEYo |
Gestur |
#402013-04-22 17:00Gott framtak. Ég er eiginlega búinn að fá nóg af þeim sem ´tíma og ótima fullyrða "þjóðin vilji" þegar þeir eru að lýsa sínum vilja í þessum efnum |
Gestur |
#412013-04-22 17:00Sem flestir þurfa að skrifa undir svo sjáist að þetta er þverpólitiskt. |
Gestur |
#42 Re: Nei það er ekki rétt, það er samið sérstaklega um mörg atriði.Re: Re:2013-04-22 17:01#9: - Nei það er ekki rétt, það er samið sérstaklega um mörg atriði.Re: Re: Það eina sem samið er um, er hve langan tíma við þurfum til að aðlaga einstök málefni okkar, svo þau lúti aðildar ESB. Það er enginn samningur í boði, heldur bara hrein og bein aðild eins og fyrir öll önnur aðildarríki. Jafnt fyrir alla. Ég hef talað við marga hér ytra, frá mörgum aðildarríkjum, og fólk úr mismunandi geira. Því miður er trú almennings í Evrópu, mjög lítil á ESB og ef þeir gætu valið, þá munu þeir velja að fara úr sambandinu! Margar þjóðir fengu engu um að velja varðandi aðild. Miklar líkur eru að þegar aðildarferlið er búið (samningar hjá sumum) verður ekki aftur snúið og ekkert mark verður tekið á kosningar eins og hefur hent margar þjóðir varðandi ESB kosningar. Hugsið um ykkur sjálf, ekki halda að aðrir hugsi um ykkur! Þið getið ekki treyst á ókunnugan til að leysa ykkar mál! |
Gestur |
#432013-04-22 17:04Innganga í ESB og upptaka evru er lífsnauðsynlegt fyrir Íslendinga og ekki orð um það meir. |
Færslan hefur verið fjarlægð af höfundi hennar (Sýnið smáatriði)
2013-04-22 17:27- Date of removal: 2013-04-22
- Ástæða fjarlægingar:
Hólmar |
#47 Hvaða kostir eru að ganga í ESB?2013-04-22 17:28Mig langar að vita það,Getur einhver frætt mig? |
Gestur |
#48 Hvað er að óttast?2013-04-22 17:31Ég get vel skilið að hinir ýmsu stjórnmálamenn og flokkar geri allt hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að þjóðin fái að vita hvað henni stendur til boða varðandi ESB en að hlusta á almenna borgara hafa eftir þeim bullið án þess að kynna sér málið lítillega er frekar þreytandi. Hver hefur ekki heyrt athugasemdir eins og „ þetta eru ekki aðildarviðræður heldur aðlögun“ Í því sambandi má benda á að Norðmenn hafa tvívegis klárað aðildarviðræður (aðlögun) án þess að ganga í ESB. Ég er ekki að sjá að Norðmenn hafi beðið langvinnt tjón að þessari svokölluðu aðlögun. Síðan er viðkvæðið „Það verður ekkert samið við Íslendinga um sérákvæði“ eða „Það er alveg ljóst að Íslendingar koma til með að tapa yfirráðum yfir fiskimiðum þjóðarinnar“ Ég ætla ekkert að fullyrða eða geta mér til um hver niðurstaðan verður en ég ætla að leyfa mér að bíða með að taka endanlega afstöðu þar til niðurstaða samningaviðræðna liggur fyrir. Varðandi sérákvæði og fiskimiðin má benda á ágæta grein sem Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Stjórnmálafræðingur skrifaði í Fréttablaðið í október 2010 sem hann kallar „Hvað er að óttast“ þar segir Gunnar að Norðmenn hafi í raun fengið mjög góðan samning við ESB um fiskimiðin. http://evra.blog.is/blog/evra/day/2010/10/6/ |
Gestur |
#492013-04-22 17:44Ég skrifa undir af því að ég treysti ekki pólitíkusum fyrir þessu verkefni og þessari vegferð... |
Gestur |
#50 Re: Hvað er að óttast2013-04-22 17:48#46: Skari - Hvað er að óttast Þú virðist frekar illa upplýstur. ESB gerði ekki kröfu um aðlögun í bæði skiptin þegar Noregur sótti um. Þessu var breytt og nú er gerð krafa um að umsóknarríki geri nauðsynlegar breytingar áður en viðkomandi köflum er lokað í aðildarferlinu. Ekki er skrifað undir samningin og hann settur í þjóðaratkvæði fyrr en öllum köflunum hefur verið lokað. Átrúnaðargoðið þitt hann Gunnar Hólmsteinn Ársælsson fellur í gryfju byrjenda og nefnir veiðireynslu sem tryggingu fyrir ævarandi rétti Norðmanna til fiskveiða vegna reglunnar um hlutfalslegan stöðugleika. Fyrst er að nefna það að reglan um hlutfallslegan stöðugleika byggir ekki á sáttmála sambandsins og er aðeins til í afleiddri reglugerð sem framkvæmdastjórn ESB getur breytt að eigin geðþótta. Þessi "regla" er þegar orðið að vandamáli (grænbók 2008) þar sem hún gerir ráð fyrir því að lífríkið í sjónum sé óumbreytanlegt. Í þessu sambandi nægir að nefna breytingar á hegðun Makríls sem sækir til norðurs í ætisleit vegna hlýnunar í hafinu. |
|
Er eitthvað sem þú vilt breyta?
Ekkert breytist ef við erum þögul. Höfundur þessa undirskriftalista stóð upp og tók afstöðu. Munt þú gera slíkt hið sama? Hefðu félagslega hreyfingu með því að búa til undirskriftalista.
Hefðu þinn eigin undirskriftalistaAðrar málaleitanir sem þú gætir haft áhuga á
Ekki fyrir mína hönd
3531 Útbúinn: 2024-04-03
Áskorun til ríkisstjórnar Íslands um leyfi til og fjárhagslegan stuðning við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í Torrevieja Spáni.
325 Útbúinn: 2024-12-31
Vernd og öryggi gegn dýraníði.
2478 Útbúinn: 2021-08-19
Öruggara hverfi
34 Útbúinn: 2024-03-20
Sömu regler ì Skandinavien og ì Kanada fyrir ALS lyf
505 Útbúinn: 2023-08-25
Yfirlýsing frá Íslensku þjóðinni til stuðnings friðar og mannréttinda í Palestínu
906 Útbúinn: 2023-10-29
Leyfum veiku fólki með fíknsjúkdóm að halda virðingu sinni.
147 Útbúinn: 2023-09-29
Útiklefar í Nauthólsvík
123 Útbúinn: 2022-08-21
Verndum Sameer og Yazan veitum palestínskum flóttamönnum á Íslandi alþjóðlega vernd.
11590 Útbúinn: 2023-12-04
Við viljum Ólaf þennan skil ég ekki, til baka
8 Útbúinn: 2024-04-08
HMR tennishús í Reykjavík / HMR Indoor tennis facility in Reykjavik
231 Útbúinn: 2015-12-15
Yfirlýsing Stúdentaráðs Háskóla Íslands til stuðnings palestínsku þjóðarinnar
121 Útbúinn: 2024-01-12
Allir flytja til íslands sem ég þekki og enginn flytur út
5 Útbúinn: 2024-06-23
Niðurfelling námslána við 65 ára aldur
12 Útbúinn: 2020-09-11
Stöðvum fyrirhugaða lokun á Vin
3647 Útbúinn: 2022-12-08
Andmæli vegna laga um kynrænt sjálfræði - Kyn skiptir máli
188 Útbúinn: 2021-04-15
Við fordæmum aðfarir, fangelsun og ofsóknir gegn mæðrum og börnum
1898 Útbúinn: 2023-11-29
Við viljum bekkjabíla á þjóðhátíð í Eyjum 2024
363 Útbúinn: 2023-07-30
VIÐ VILJUM ELÍSABETARSTÍG
1179 Útbúinn: 2023-07-22
Frítími ungmenna í Hafnarfirði - Höldum Hamrinum opnum!
114 Útbúinn: 2023-07-04