Klárum dæmið


Gestur

/ #48 Hvað er að óttast?

2013-04-22 17:31

Ég get vel skilið að hinir ýmsu stjórnmálamenn og flokkar geri allt hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að þjóðin fái að vita hvað henni stendur til boða varðandi ESB en að hlusta á almenna borgara hafa eftir þeim bullið án þess að kynna sér málið lítillega er frekar þreytandi.
Hver hefur ekki heyrt athugasemdir eins og „ þetta eru ekki aðildarviðræður heldur aðlögun“ Í því sambandi má benda á að Norðmenn hafa tvívegis klárað aðildarviðræður (aðlögun) án þess að ganga í ESB. Ég er ekki að sjá að Norðmenn hafi beðið langvinnt tjón að þessari svokölluðu aðlögun.
Síðan er viðkvæðið „Það verður ekkert samið við Íslendinga um sérákvæði“ eða „Það er alveg ljóst að Íslendingar koma til með að tapa yfirráðum yfir fiskimiðum þjóðarinnar“ Ég ætla ekkert að fullyrða eða geta mér til um hver niðurstaðan verður en ég ætla að leyfa mér að bíða með að taka endanlega afstöðu þar til niðurstaða samningaviðræðna liggur fyrir.
Varðandi sérákvæði og fiskimiðin má benda á ágæta grein sem Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Stjórnmálafræðingur skrifaði í Fréttablaðið í október 2010 sem hann kallar „Hvað er að óttast“ þar segir Gunnar að Norðmenn hafi í raun fengið mjög góðan samning við ESB um fiskimiðin. http://evra.blog.is/blog/evra/day/2010/10/6/