Klárum dæmið


Gestur

/ #50 Re: Hvað er að óttast

2013-04-22 17:48

#46: Skari - Hvað er að óttast

Þú virðist frekar illa upplýstur. ESB gerði ekki kröfu um aðlögun í bæði skiptin þegar Noregur sótti um. Þessu var breytt og nú er gerð krafa um að umsóknarríki geri nauðsynlegar breytingar áður en viðkomandi köflum er lokað í aðildarferlinu. Ekki er skrifað undir samningin og hann settur í þjóðaratkvæði fyrr en öllum köflunum hefur verið lokað.

Átrúnaðargoðið þitt hann Gunnar Hólmsteinn Ársælsson fellur í gryfju byrjenda og nefnir veiðireynslu sem tryggingu fyrir ævarandi rétti Norðmanna til fiskveiða vegna reglunnar um hlutfalslegan stöðugleika. Fyrst er að nefna það að reglan um hlutfallslegan stöðugleika byggir ekki á sáttmála sambandsins og er aðeins til í afleiddri reglugerð sem framkvæmdastjórn ESB getur breytt að eigin geðþótta. Þessi "regla" er þegar orðið að vandamáli (grænbók 2008) þar sem hún gerir ráð fyrir því að lífríkið í sjónum sé óumbreytanlegt. Í þessu sambandi nægir að nefna breytingar á hegðun Makríls sem sækir til norðurs í ætisleit vegna hlýnunar í hafinu.