Klárum dæmið


Gestur

/ #53 Re: Re: Nei það er ekki rétt, það er samið sérstaklega um mörg atriði.Re: Re:

2013-04-22 18:03

#42: - Re: Nei það er ekki rétt, það er samið sérstaklega um mörg atriði.Re: Re:

Þetta er dæmigerður áróður hjá þér, Norðmenn hafa tvívegis hafnað aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, árin 1972 og 1994. Fólkið þar var fært um að velja hvort það vildi í ESB eða ekki, getum við það ekki?

Þú segir ,,ef þeir gætu valið, þá munu þeir velja að fara úr sambandinu!''  það er nú þannig að engin er neyddur inn í þetta samband eða til að vera í því, þegar ástandið var verst á Grikklandi kom til umræðu að Grikkland myndi yfirgefa samstarfið, í kosningunum kusu Grikkir hinsvegar flokka sem töldu Grikkland betur borgið innan sambandsins. Enda eru hlutirnir á uppleið í Grikklandi núna hagvöxtur og kaupmáttur t.d. aukast.