Klárum dæmið


Gestur

/ #92

2013-04-23 00:44

Ég er ein af þeim sem hef "rýnt" í Evrópulöggjöfina í þessu aðildarferli. Það er ótal margt sem við getum lært af henni og ættum að taka upp hvernig sem fer. Þetta er afrakstur af samvinnu ólíkra þjóðarbrota og mörg hundruð milljóna manna samfélags, greinilega unnið af mikilli fagmennsku og til eftirbreytni. Getur það verið svo slæmt? Samfélag sem við eigum í nánum og miklum samskiptum við og það mun ekki breytast í framtíðinni. Allar þessar þjóðir eru sérstakar á sinn hátt. Við erum t.d. með mjög litla stjórnsýslu og þurfum að semja um að tekið sé tillit til þess svo álagið verði ekki of mikið. Og trúið mér, það er hægt að semja um mörg þess háttar atriði.