Klárum dæmið


Gestur

/ #120

2013-04-23 18:08

Ég er sannfærð um að við eigum að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Er ekki í vafa og þarf ekki niðurstöðu samningaviðræðna til að vera viss. Byggi þá skoðun á reynslu af því að vera Íslendingur á Íslandi í 50 ár og hafa unnið náið með Evrópulöndum í 25 ár af þeim. Íslenskt viðskiptalíf þarf aðhald. Við þörfnumst samkeppni - við þörfnumst erlendra fjárfestinga. Við þörfnumst erlendra áhrifa á markaðinn í heild. 21. öldin hefur endanlega kennt mér að aðild að Evrópusambandinu er forsenda þess að hægt sé að búa á Íslandi.