Nýtum refsirammann til fulls gegn ölvunarakstri


Gestur

/ #10

2013-09-30 11:59

Ég skrifaði undir þessa áskorun því að mér finnst þyngri refsing senda þau skilaboð að ölvunarakstur sé alvarlegt afbrot og dauðans alvara. Ég trúi því að það geti haft áhrif á viðhorf fólks og að það grípi þá frekar inn í og hindri aðra í því að aka undir áhrifum. Einhverjir munu líka sleppa því að nota bílinn. Þannig gæti þyngri refsing fækkað brotum og bjargað lífi.

Líf og heilsa einnar manneskju stendur aldrei ein og stök, það standa fjölskyldur að bæði þolendum og gerendum, sem aldrei verða samar. Eitt tilvik þýðir í raun hamingju og framtíð fjölmargra tengdra einstaklinga.