Nýtum refsirammann til fulls gegn ölvunarakstri


Gestur

/ #15

2013-12-19 11:43

Ég vill líka sjá hert viðurlög við vímuefnaakstri og skilvirkari.

Til dæmis allt eftirfarandi:

að menn væru dæmdir í tafarlausa vímuefnameðferð sem hæfist innan sólarhrings frá broti og tæki fjórar til sex vikur.
að ökutæki verði gert upptækt.
að sektir verði látnar borga meðferðina.

Rökstuðningur minn er sá:

að of margir deyja af völdum ölvunarakstur og þar af allt of margir saklausir borgarar.
að tafarlaus útilokun frá samfélaginu er líklegust til þess að vera fælingarmáttur.
að vímuefnaakstur er nægilegt merki um vímuefnamisnotkun sem þarfnast meðferðar.
að upptaka á bíl eflir aðstandendur í að stöðva vímuefnaakstur.
að greiðsla meðferðar kemur í veg fyrir að menn keyri undir áhrifum til þess að komast í meðferð.

Vímuefnaakstur er á samfélagslega ábyrgð og við þurfum að taka á því saman með hertum viðurlögum.

Þegar vímuefnaakstur leiðir til manndráps, þá á að sjálfsögðu að dæma sem næst þeim refsiramma sem lög bjóða upp á enda um vítavert gáleysi að ræða. Refsiramminn er sex ára fangelsi.