Frístundaheimilið Glaðheima á barnvænni stað


Gestur

/ #1

2015-09-17 15:58

Fyrir 10 árum síðan þegar eldri dóttir mín byrjaði í Langholtsskóla var okkur sagt að þessi staðsetning á frístundaheimili væri eingöngu tímabundin. Nú er þolinmæði okkar foreldra algjörlega þrotin. Þessi staðsetning sem Reykjavíkurborg býður yngstu börnunum í Langholtsskóla uppá er hreint til skammar. Umferðarþunginn hefur aukist gríðarlega á götum sem börnin þurfa að ganga yfir á leiðinni til og frá frístundaheimilinu. Það er löngu tímabært að börnin fái að dvelja á öruggari stað nær Laugardalnum þar sem hægt er að nýta dalinn og skólalóðina í frístundastarfinu.