Undirskriftarsöfnun gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis.


Gestur

/ #25

2016-03-16 21:45

Með þessu frumvarpi yrði ekki eingöngu leyfilegt að selja áfengi í matvöruverslunum heldur allavega verslunum ef rekstraraðilum dettur það í hug: skóbúðum, fataverslunum, byggingavöruverslunum, bensínstöðvum, sjoppum o.s.frvs.  Og eina tegundin sem yrði "afgirt" væru sterk vín. Rauðvíni, hvítvíni, bjór og áfengum gosdrykkjum yrði stillt upp þar sem auglýsingasálfræðin segði til um að mestar líkur væru á að fólk léti tilleiðast, svona eins og sælgætinu við afgreiðslukassana og í augnhæð barnanna. Hversu oft kaupir fólk ekki sælgæti án þess að hafa nokkuð ætlað sér það áður en það fór inn í búðina? Áfengi er hins vegar vímuefni sem skerðir skynjun og hæfni fólks, sem í framhaldinu getur skapað öðrum hættu, það gerir nammineysla ekki.