Undirskriftarsöfnun gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis.

Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Þessi umræðuþráður hefur verið sjálkrafa búinn til vegna undirskriftarsöfnunar Undirskriftarsöfnun gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis..


Gestur

#1

2016-03-16 13:12

Ef fólk treystir ekki eigin brjósti hefur það tækifæri til að kynna sér athugasemdir fagaðila. Þær benda allar í sömu áttina, að það verði skref aftur á baka að einkavæða sölu á áfengi. Það skýtur síðan skökku við að á samta íma og á að einkavæða áfengissöluna með öllum þeim gróða þá á ríkið að leggja meiri pening í löggæslu og forvarnir. EInkavæða gróðann en ríkisvæða tapið!

Gestur

#2

2016-03-16 14:25

Skrifið undir fyrir framtið þessa lands sem eru börnin okkar ❤️

Gestur

#3

2016-03-16 14:37

glórulaust!

Gestur

#4

2016-03-16 15:42

hvet fólk til að skrifa undir

Gestur

#5

2016-03-16 15:51

Ég vil alls ekki fá vín í matvöruverslanir..

Gestur

#6

2016-03-16 16:25

Ég er á móti auknu aðgengi að áfengiskaupum.

Gestur

#7

2016-03-16 16:45

Styðjum við baráttu alkóhólista við Bakkus!

Gestur

#8

2016-03-16 17:23

Þetta er algert rugl og ekki nauðsynlegt þar sem þetta er gert í t.d.Danmörku eru margir mótfallnir og vildu takmarka eins og við höfum gert hingað til.


Gestur

#9

2016-03-16 17:44

Finnst ágætt aðgengi að víni í dag og sannað að þar sem aðgengið er meira þá eru vandamálin meiri. Engin ástæða til þess að ýta undir neyslu áfengis.

Gestur

#10

2016-03-16 18:18

Takk þið seð standið að þessari undirskriftarsöfnun, óska þess að áfengi verði aldrei selt í matvörubúðum, kaupmenn græða nóg á öðru þar að auki og mér þykir sorglegt hvað örfáir þingmenn eru tilbúnir að legga mikið á sig til þess eins að gróði fárra aukist enn meira.

Gestur

#11

2016-03-16 18:47

Það er allt rangt við þetta frumvarp

Gestur

#12

2016-03-16 18:50

Alcohol is deadly weapon, kills families.

Gestur

#13

2016-03-16 19:10

Við sem viljum drekka áfengi getum sko alveg haft fyrir því að fara í svokallaðar vínbúðir og hana nú

Gestur

#14

2016-03-16 19:22

Allir að vera duglegir að skrifa undir og deila sem eru sammála.

Gestur

#15

2016-03-16 19:34

Vill ekki gera börnum mínum það að auka aðgengi að áfengi. Tel þetta myndi auka vikudagadrykkju hjá fjölskyldum sem bitnar aðalega á börnunum. Íslendingar kunna ekki að drekka og mun ekki læra það með auknu aðgengi.

Gestur

#16

2016-03-16 19:58

Ekkert sem mælir með því að auka aðgengi að áfengi. Þetta er lýðheilsumál!

Gestur

#17

2016-03-16 20:14

Áfengi á ekki að vera í matvöruverslunum.

Gestur

#18

2016-03-16 20:36

Áfengi á ekki heima í matvöruverslunum.

Gestur

#19

2016-03-16 20:47

Ekkert àfengi í verslanir takk. Guð hjàlpi unga fólkinu okkar þegar aðgengið verður svona gott.

Gestur

#20

2016-03-16 20:56

Auka forvarnir gegn alkoholisma og tengdum vanda.

Gestur

#21

2016-03-16 21:02

Breytingin með auknu aðgengi að víni og öli veldur enn meiri eymd og böli

Gestur

#22

2016-03-16 21:06

Alveg fáránleg hugmynd að auka aðgengi að áfengi. Sérstaklega munu unglingar eiga auðveldara með að nálgast það í matvöruverslunum.

Gestur

#23

2016-03-16 21:18

Þessi hugmynd er glórulaus ... Þetta er lýðheilsumál, auðveldara aðgengi að áfengi= meira álag á heilbrigðiskerfið... Viljum við það!!!


Gestur

#24

2016-03-16 21:26

I think for the safety and health of the people the current system of selling booze is better than privatizing it

Gestur

#25

2016-03-16 21:45

Með þessu frumvarpi yrði ekki eingöngu leyfilegt að selja áfengi í matvöruverslunum heldur allavega verslunum ef rekstraraðilum dettur það í hug: skóbúðum, fataverslunum, byggingavöruverslunum, bensínstöðvum, sjoppum o.s.frvs.  Og eina tegundin sem yrði "afgirt" væru sterk vín. Rauðvíni, hvítvíni, bjór og áfengum gosdrykkjum yrði stillt upp þar sem auglýsingasálfræðin segði til um að mestar líkur væru á að fólk léti tilleiðast, svona eins og sælgætinu við afgreiðslukassana og í augnhæð barnanna. Hversu oft kaupir fólk ekki sælgæti án þess að hafa nokkuð ætlað sér það áður en það fór inn í búðina? Áfengi er hins vegar vímuefni sem skerðir skynjun og hæfni fólks, sem í framhaldinu getur skapað öðrum hættu, það gerir nammineysla ekki.