Undirskriftarsöfnun gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis.

Quoted post


Gestur

#1

2016-03-16 13:12

Ef fólk treystir ekki eigin brjósti hefur það tækifæri til að kynna sér athugasemdir fagaðila. Þær benda allar í sömu áttina, að það verði skref aftur á baka að einkavæða sölu á áfengi. Það skýtur síðan skökku við að á samta íma og á að einkavæða áfengissöluna með öllum þeim gróða þá á ríkið að leggja meiri pening í löggæslu og forvarnir. EInkavæða gróðann en ríkisvæða tapið!

Svör

Gummi

#39 Re:

2016-03-17 11:48:45

#1: -  

 1. Það er enginn gróði af áfengissölu hjá ríkinu í dag heldur tap, hagnaðurinn kemur frá heildsölu ÁTVR á tóbaki og er ríkið því ekki að verða af neinum gróða.

2. Það er ekki verið að ríkisvæða neitt tap. Þessi peningur sem á að fara í forvarnir og löggæslu er hlutfall af áfengissölu sem ríkið fær til sín í formi áfengisgjalda. Meiri sala áfengis í landinu þýðir meiri peningur í forvarnir og löggæslu og minni sala þýðir minni peningur í þessi málefni.

Gunnar

#56 Re: link inn í frétt

2016-03-18 14:01:44

#1: -  

 Þarf ekki linkurinn að vera með fréttinni en ekki í athugasemdum?