Frítími ungmenna í Hafnarfirði - Höldum Hamrinum opnum!
Ég sem Hafnfirðingur, ungmenni og Tómstunda- og félagsmálafræðingur skiptir frítími og forvarnarstarfungmenna mig miklu máli og hvað þá í Hafnarfirði. Ungmennahúsið Hamarinn hefur veriðstarfrækt frá haustinu 2017. Síðustu 3 ár hefur Hamarinn verið opin frá 09:00 til 23:00 alla virka daga enhefur bærinn tekið þá ákvörðun að minnka þann opnunartíma til muna.
Í Hamarinn koma saman ungmenni á aldrinum 16 – 25 ára og nýta frítíma sinn ájákvæðan og uppbyggilegan hátt. Þar fer fram faglegt starf með ýmsum hætti líkt og Úti-Hamarinn, Handavinnu-Hamarinn og D&D klúbbur, listahátíðin Appolló og Skapandi sumarstörfum ásamt því að ungt fólk kemur og „chillar“saman. Hægt er fá fría aðstoð og ráðgjöf frá Berginu Headspace 1 sinni í viku og einnig, ef þarf, að fá inngrip sálfræðings. Einnig er hægt að fá ráðgjöf frá Samtökunum ´78 í Hamrinum. Í Hamrinum er einnig mikilvægt forvarnarstarf því þar koma ungmenni saman í öruggu umhverfi.
Starfið í Hamrinum hefur mótað mig sem ungmenni að miklu leyti og er ein af ástæðum þessað ég er Tómstunda- og félagsmálafræðingur í dag. Þegar ég var nemandi í Flensborg kom ég oft íeyðum og var í Hamrinum, ég gerði heimavinnu, lærði fyrir próf og lærði að prjóna í Hamrinum. Ég hef fengið tækifæri á að taka þátt í alþjóðlegum ungmennaskiptum og kynnast ungu fólki frá Þýskalandi og Rúmeníu ásamt því að fara í jöklagöngu. En það besta hefur verið að hafa kynnst öllu því faglega og frábæra starfsfólki sem þar starfar og er til staðar fyrir allt ungt fólk Hafnarfjarðar.
Ég hvet Hafnarfjarðarbæ til að endurskoða þessa ákvörðun og bý þess vegna til þennanundirskriftalista.
Ég hvet öll sem lesa þessa færslu til að skrifa undir og dreifa sem víðast!
Melkorka Assa
Melkorka Assa Arnardóttir (Tómstunda- og félagsmálafræðingur) Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans