Friðum Langasand.
Friðum Langasand.
Við undirituð skorum á bæjaryfirvöld Akraneskaupstaðar að endurskoða framkvæmdir við Langasand og tryggja óraskaða framtíð hans.
Það sem tapast af Langasandi við þær framkvæmdir sem nú er verið að gera er vissulega ekkert í líkingu við það sem gert var þegar sementsverksmiðjan var reist. En við slíka framkvæmd þarf að hafa í huga hvert samhengið er. Hér er ekki aðeins um lítið rask á sandinum að ræða heldur viðbót við þau spjöll sem unnin hafa verið. Björn þór Björnsson orðar þetta mjög vel í grein sinni "Væri ekki nær að friða Langasand. https://skessuhorn.is/adsendar-greinar/vaeri-ekki-naer-ad-frida-langasand/?fbclid=IwAR3LHCs5grRkupcv9hqU913OlN6HRNZEnbFEx1OnK-R-85dfYW0WRqxVWnY
Verjum náttúruperlu Skagamanna og friðum Langasand.
Sigrún Ríkharðsdóttir Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans