Hávaðann burt úr miðbænum!

Hávaðann burt!

Við krefjumst svefnfriðar í miðbænum  

Við sem eigum heima í miðborg Reykjavíkur, hótel- og gististaðaeigendur og allir aðrir sem eiga hagsmuna að gæta mótmælum harðlega að barir og krár komist upp með það að blasta tónlist út á götu og spila dúndrandi dansmúsík fram til hálf fimm á morgnana í miðri íbúabyggð án þess að yfirvöld aðhafist nokkuð í málinu. Um hverja helgi megum við þola yfirgengilegan hávaða frá þessum stöðum, sem heldur vöku fyrir fólki og spillir heilsu þess. Slíkir barir skipta orðið tugum í miðbænum og eru margir þeirra í raun diskótek í húsakynnum sem uppfylla engan veginn þær kröfur sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar gerir til hljóðeinangrunar.            

Í meira en áratug hafa Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur reynt að fá borgaryfirvöld, lögregluna og aðra þá aðila sem málið heyrir undir til að grípa fast um taumana og stöðva þennan ósóma, en allt hefur komið fyrir ekki þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í lögum að allir eigi rétt á því að njóta svefnfriðar á nóttunni burtséð frá búsetu. Samkvæmt 4. grein Lögreglusamþykktar Reykjavíkur er t.d. bannað að hafast nokkuð að sem veldur ónæði eða raskar næturró manna. Ástandið í miðbænum er að auki í hrópandi ósamræmi við þá yfirlýstu stefnu borgarinnar að „vistvæn og heilsueflandi borgarhverfi [eigi] að vera meginmarkmið hverfisskipulags sem tekur mið af óskum íbúa“. Með aðgerðarleysi sínu hefur borgin ítrekað brotið á grundvallarmannréttindum íbúanna, sem og 71. grein stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífsins.            

Þá gerum við alvarlegar athugasemdir við þær óæskilegu hópamyndanir sem eiga sér reglulega stað á nóttunni, en það má að mestu leyti rekja til hins langa opnunartíma baranna. Þetta hefur haft í för með sér meiri sóðaskap og ofbeldi þannig að margir veigra sér við að vera á götum úti eftir miðnætti um helgar af ótta við að verða fyrir hættulegu aðkasti. Þessu hlutverki sínu hefur lögreglan ekki sinnt sem skyldi þrátt fyrir að í lögreglusamþykktum (1127/2007) standi skýrum stöfum að hún geti „vísað þeim mönnum í burtu af almannafæri sem með háttsemi sinni valda vegfarendum eða íbúum í nágrenninu ónæði, s.s. með óspektum, hættu eða hneykslan sökum ölvunar eða af öðrum ástæðum“.    

Við í miðbænum krefjumst þess tafarlaust:

  • að íbúar miðborgarinnar sitji við sama borð og aðrir borgarbúar;
  • að þar til bær yfirvöld framfylgi þeim lögum og reglum sem í gildi eru;
  • að gerð sé sú krafa til kráa og skemmtistaða að hljóðvist sé með þeim hætti að nágrannar verði ekki fyrir ónæði; 
  • að þeir sem brjóta 4. grein Lögreglusamþykktar sæti viðurlögum og þurfi að greiða dagsektir, allt að kr. 500.000 á dag þar til úr er bætt, í samræmi við reglugerð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um hollustu og mengunarvarnir frá 2008;
  • að þessir staðir séu umsvifalaust sviptir veitingaleyfi við ítrekuð brot;
  • að opnunartími bara og kráa í miðbænum sé styttur til muna;
  • að fundin sé varanleg lausn á þessum vanda með því að koma slíkum stöðum fyrir á hentugri stöðum utan almennrar íbúðabyggðar, t.d. á Grandanum.    

Láttu í þér heyra með því að skrá þig á undirskriftarlistann „við mótmælum öll sem eitt“

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Íbúar gegn ónæði to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your phone number publicly online.







Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...