Við leggjumst gegn áformaðri byggingu við Hótel Reykjahlíð
Við undirrituð, íbúar í Skútustaðahreppi, leggjumst gegn áformaðri byggingu við Hótel Reykjahlíð.
Byggingin gengur gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár þar sem 200 m bakki er friðaður. Hún spillir útsýni til vatnsins og er brot á þeirri reglu að hefja atvinnurekstur ekki vatnsmegin vegar. Þótt talað sé um viðbyggingu er öllum ljóst að hér er annað og meira á ferðinni. Samþykki fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu myndi setja hættulegt fordæmi. Við skorum því á sveitarstjórn og skipulagsnefnd að stöðva þegar í stað umfjöllun um hana.
Deiliskipulagsuppdráttur hefur verið auglýstur og hann má sjá hér: http://myv.is/files/Deiliskipulag%20Hótel%20Reykjahl%C3%ADð%20ma%C3%AD%202016_68225585.pdf
Ásta Kristín Benediktsdóttir Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Höfundur undirskriftarlistans hefur lokað honum.Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum fjarlægt persónuupplýsingar undirritenda.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |