Við leggjumst gegn áformaðri byggingu við Hótel Reykjahlíð

Við undirrituð, íbúar í Skútustaðahreppi, leggjumst gegn áformaðri byggingu við Hótel Reykjahlíð.

Byggingin gengur gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár þar sem 200 m bakki er friðaður. Hún spillir útsýni til vatnsins og er brot á þeirri reglu að hefja atvinnurekstur ekki vatnsmegin vegar. Þótt talað sé um viðbyggingu er öllum ljóst að hér er annað og meira á ferðinni. Samþykki fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu myndi setja hættulegt fordæmi. Við skorum því á sveitarstjórn og skipulagsnefnd að stöðva þegar í stað umfjöllun um hana.

Deiliskipulagsuppdráttur hefur verið auglýstur og hann má sjá hér: http://myv.is/files/Deiliskipulag%20Hótel%20Reykjahl%C3%ADð%20ma%C3%AD%202016_68225585.pdf


Ásta Kristín Benediktsdóttir    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans