Hringtorg við Urriðaholtsveg og Holtsveg
Miklar umræður hafa átt sér stað hjá íbúum Urriðaholts um þær framkvæmdir sem nú eru í gangi við gatnamót Urriðaholtsvegs og Holtsvegs. Verið er að setja upp götuljós við gatnamótin. Mikil umferð á sér stað um þessar götur og er það trú okkar að hringtorg væri besti kosturinn fyrir þessi gatnamót. Við viljum því skora á bæjaryfirvöld í Garðabæ til þess að endurskoða þessa ákvörðun sína sem fyrst og setja hringtorg við gatnamótin í stað götuljósa!
Ólafur Sveinsson Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans