Hvetjum stjórnvöld til að falla frá niðurskurði í vísindi
Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir stórfelldum niðurskurði til Rannsóknasjóðs Vísinda- og tækniráðs, þrátt fyrir að fjárveitingar til hans sé nú mikið lægri en í sambærilega sjóði á nágrannalöndunum.
- Vísindi eru undirstaða framfara í samfélaginu og forsenda nýsköpunar í atvinnulífinu
- Samkeppnissjóðir fjármagna bestu vísindin, tryggja menntun og nýliðun og eru nauðsynlegir til að íslenskir vísindamenn geti sótt fé í erlenda samkeppnissjóði
- Atgervisflótti úr íslensku vísindasamfélagi er þegar orðinn mikill og ljóst að hann mun aukast ef af fyrirhuguðum niðurskurði verður, þar sem 25 störf ungra vísindamanna munu þá hverfa strax á næsta ári
Í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem stýrt er af forsætisráðherra, eru metnaðarfull og skýr markmið um eflingu íslensks þekkingarsamfélags. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að fjárfesting í rannsóknum og þróun fari úr 2 í 3% af landsframleiðslu, en til þess einungis að halda í við núverandi landsframleiðslu þyrfti að auka fjármagn í Rannsóknasjóð um milljarð.
Við, undirrituð, hvetjum stjórnvöld til að hugsa til framtíðar og auka fjárveitingar til samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs.
Vísindafélag Íslendinga Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Höfundur undirskriftarlistans hefur lokað honum.Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum fjarlægt persónuupplýsingar undirritenda.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |