Ísbúð huppu til Reykjanesbæjar
Ísbúð huppu er vinsæl ísbúð, hún er á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að vera á Selfossi. Fólk sem býr á Suðurnesjum þurfa því að gera sér ferð á höfuðborgarsvæðið til að fá sér ís hjá þeim. Mörgum þykir þessi ís vera einn af þeim bestu, ef ekki sá allra besti ísinn.😉
Fékk þessa frábæru hugmynd að starta undirskriftasöfnun eftir að Tryggvi í þarf alltaf að vera grín stakk uppá þessari hugmynd að búa til undirskriftalista í podcast þættinum þeirra í umræðunni um að það hefur verið pressa á ísbúð huppu að opna á Suðurnesjunum, og senda hann síðan á Ingó, en Ingó lofaði þa að koma þessu gegn 🤷🏼♀️ Smá pressa á hann, tók hann á orðinu 😇
En það vantar svona öðruvísi ísbúð hér! Tilvalið fyrir ísbúð huppu að taka af skarið og opna eina ísbúð í viðbót 🥳
Við viljum því hvetja ísbúð huppu til að opna stað í Reykjanesbæ, svo við getum fengið okkur oftar ís í ísbúð huppu 🐮🍦
PS! Þið fáið email og þurfið að staðfesta undirskrift þar!!