Krafa um að ákvörðun um styttingu lokaprófs í Tölfræði I verði endurskoðuð.

Til Sálfræðideildar HÍ,

Við undirrituð mótmælum ákvörðun Sálfræðideildar að lokapróf í Tölfræði I verði stytt, þannig að aðeins 10 krossaspurningar verði lagðar fyrir. Nýja fyrirkomulagið er hugsað til að koma til móts við einstakar aðstæður vegna COVID-faraldursins. Þessi ákvörðun er dæmi um hagræðingu sem bitnar óhóflega mikið á nemendum, en slíkar ráðstafanir hafa markað námskeiðið frá upphafi misseris.

Próf fyrri ára voru 20 spurningar og 3 tímar. Stytta þurfti próftímann um klukkutíma vegna aðstæðna, eða um þriðjung. Prófið sjálft er hinsvegar stytt meira en það, eða helming.   Þar sem prófið gildir 90% af lokaeinkunn, námskeiðið er 10 eininga og krafist er vegins meðaltals yfir 6 í lok misseris, er skiljanlega þungbært að frétta að jafn veigamikið próf sé stytt svo mikið.

Tilgangur prófsins er að meta skilning okkar og færni og getu til að nýta það í áframhaldandi námi. Ef prófið er stytt er mikil hætta á að það sé ekki áreiðanlegt mælitæki á þá getu. Tilfallandi atriði svo sem upplagni, kvíði og annað geta vegið óhóflega þungt. Klaufavilla í einu dæmi lækkar einkunn um 1 heilan. Slík ráðstöfun kemur sérstaklega niður á nemendum með talnablindu, lesblindu, athyglisbrest og prófkvíða.

Það að prófið sé krossapróf gerir fjölda spurninga enn þungbærari þar sem útreikningar gilda ekkert og annaðhvort er gefið heilt fyrir svar eða ekkert. Í nýjasta tölublaði tímarits Kennslumiðstöðvar HÍ ritar Ásta Bryndís Schram um fjölvalslokapróf með háu vægi    

“[Að próf sé með 100% vægi] Slíkt þykir ekki heppilegt, […] þar sem of margt hangir á því að [nemendur] séu upplagðir og tilbúnir í eitt lokapróf. Það skapar oft kvíða þegar vægi lokaprófa er hátt. Ef fjölvalspróf eru notuð sem námsmat er mælt með því að þeim sé dreift yfir misserið og vægi hvers um sig sé nokkuð jafnt”

Misserið hefur ekki verið auðvelt, hvorki nemendum né kennurum, og sífellt hefur þurft að koma til móts við breyttar aðstæður. Hinsvegar er óásættanlegt að hagræðingar komi niður á nemendum án þess að þeir fái að njóta vafans.

Núþegar hafa nemendur þurft að kljást við mjög krefjandi aðstæður. Í engu öðru námskeiði hefur neikvæðra áhrifa COVID gætt jafn mikið og í Tölfræði I. Skerðing náms og námsgæða hefur verið sérlega mikil.

Til að bregðast við stöðvun staðkennslu voru gerðar talglærur. Ávallt er mikill gæðamunur á stað- og fjarkennslu en minna var um málamiðlanir til að koma til móts við það í Tölfræði I en í öðrum námskeiðum. Talglærurnar voru áberandi styttri en hefðbundinn fyrirlestur (samantekið efni úr köflum 2-5 er rúmar 280 min meðan staðtímar tileinkaðir sama efni hefðu verið 600 min).

Einnig var lítið farið í dæmi í talglærum til að sýna útreikninga, sem var gert í staðtímum. Ekki var komið til móts við það í dæmatímum, þar sem ekki varið farin sú leið að bjóða upp á tíma í fjarfundi, heldur var einungis sett inn lausnarskjal. Þannig höfðu nemendur engan kost á að sjá útskýrðan útreikning.

Aðgengi að kennurum var einnig ábótavant. Mikil bið var á svörun á umræðuþræði Canvas og erfitt var að fá svar við tölvupóstum frá aðalkennara námskeiðsins. 

Í þessu og mörgu öðru hefur verulega verið gengið á jafnræði milli árganga. Ekkert hefur verið gert til að koma til móts við nemendur, lokakröfur eru þær sömu. Ofan á það leggst nú að prófið verður stytt um helming. 

Við nemendur förum fram á eitthvað verði gert til að koma til móts við okkur, við þessar erfiðu aðstæður.

Eftirfarandi eru uppástungur

  • Hafa prófið óbreytt að lengd og tíma 
    • Það er skiljanlega erfitt að koma öllum prófum fyrir í húsnæði HÍ undir núverandi sóttvarnarreglum. Hinsvegar mætti athuga hvort próf Tölfræði I ætti að njóta forgangs þar sem það var núþegar stutt próf (aðeins 20 krossar) og er forkrafa fyrir áframhaldandi nám innan deildarinnar 
    • Ef ekki er hægt að hafa prófið óbreytt ætti fjöldi krossa vera í samræmi við styttingu próftímans. 15 krossa próf er nær hlutfallslegri styttingu próftíma og væri áreiðanlegra
  • Breyta vægi prófs í samræmi við breyttar aðstæður
    • Eins og kom fram í grein Ástu Bryndísar Schram, kennsluþróunarstjóra við Heilbrigðisvísindasvið, er ekki heppilegt að hafa lokafjölvalspróf með háu vægi. Þar sem nú á að draga enn frekar úr áreiðanleika þessa prófs sem mælingar á getu okkar leggjum við til að vægi þess verði minnkað og heimadæma stækkað.

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Valgerður Helgadóttir to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...