Ljósleiðari í dreibýli Reykjavíkur - íbúum að kostnaðarlausu
Með tilvísun í bréf til íbúaráðs Kjalaranes dagsett. 8. okt. 2020 (hér að neðan) og sem sent hefur verið áfram til Borgarráðs Reykjavíkur, þá fögnum við undirritaðir Reykvíkingar og eigendur íbúðahúsa í dreifbýli sveitarfélagsins því, að loksins sé verið að leggja ljósleiðara í hús okkar, en mótmælum því að þurfa að greiða sérstakt inntaksgjald sem aðrir Reykvíkingar hafa ekki þurft að greiða fyrir sömu þjónustu. Þar sem styrkveiting Fjarskiptatsjóðs kr. 48.960.000 og framlag Reykjavíkurborgar kr. 50.000.000, sem samþykkt var í Borgarráði 23. júlí 2020, stendur meir en vel undir kostnaði við lagningu þessara ljósleiðara samkvæmt tilboði Mílu, kr. 55.980.000, heildartilboðsfjárhæð án vsk.
Reykjavík 8.10.2020
Til Íbúaráðs Kjalarness
Minnum á jafnræðis reglu stjórnarskránnar við úrvinnslu máls þessa og að Kjalarnes er eitt af hverfum höfuðborgarinnar Reykjavíkur. Grunnþjónustan ætti að vera sú sama hvar í borg sem búið er s.s rafmagn, hitaveita, vatn, vegir, strætó, fjarskipti (sími, ljósleiðari) o.fl.
Á íbúaráðsfundi 10. sept. sl. var annars vegar bent á að það væri mun dýrara að setja ljósleiðara í dreifbýli og þess vegna myndi það ekki vera réttlát að ljósleiðaravæða dreifbýli Reykjavíkur okkur íbúum að kostnaðarlausu. Eins og dæmið lítur núna út mun Reykjavíkurborg ekki þurfa að borga eina krónu fyrir að láta ljósleiðaratengja dreifbýli innan borgarmarkanna.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur óskaði 16. júlí 2020 eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna ljósleiðaravæðingar dreifbýlis í Reykjavík. Heildarkostnaður var áætlaður kr. 112.560.000,- Þar af var áætlaður hluti Reykjavíkurborgar kr. 50.000.000,- styrkveiting Fjarskiptasjóðs 48.960.000,- Þá var lagt til að inntaksgjöld sem húseigendur / íbúar þurfi að greiða til fjarskiptafélags verði kr. 100.000,- án vsk. (Samtals 112.560.000,- miðað við að 136 styrkhæfir staðir greiði 100.000,- +vsk)
Málið var samþykkt í Borgarráði 23. júlí 2020.
Samið var við Mílu, sem bauð 55.980.000, "heildartilboðsfjárhæð án vsk." Þessi lági kostnaður Mílu er sennilega vegna þess að lagt var rör fyrir ljósleiðara um leið og rafstrengir voru lagðir í jörðu víða á Kjalarnesi þegar staurar voru teknir niður 2018. Auk þess sem ljósleiðarastofn var lagður frá Kjalarnesi í Kjós, án þess þó að bæir á Kjalarnesi fengju að tengjast þar inn.
Verkið er því full fjármagnað, og vel rúmlega það, án "inntaksgjalda", því Reykjavíkurborg og Fjarskiptasjóður gerðu viðbótarsamning 12. júní s.l. um að styrktarfjárhæð sjóðsins upp á 48.960.000 er "óháð því hvað verkið kostar í heild sinni", en "lækkar ef tengdir verða færri en 95% staða sem samningurinn nær til" með 360.000 fyrir hvern stað.
(file:///C:/Users/Notandi/Documents/5_ljosleidaravaeding_dreifbylis_i_reykjavik%20(2).pdf)
Þess vegna verðum við núna öll tengd, óháð því hvort við ætlum að fá ljósleiðara eða ei, því skerðing styrksins væri þrefalt við inntaksgjaldið. Míla fór að grafa inn á lóð fólks hér Kollafirði í gær og tengdi rör inn í hús í algjöru samnings- og leyfisleysi. Engin okkur hefur tekið afstöðu til tilboðs þeirra Mílu, né samið við þá. Þegar þeim var ekki leyft að tengja rör inn í hús var hótað öllu illu. Þeim er mikið mun að tengja okkur öll til að missa ekki styrk Fjarskiptasjóðs, 360.000 á hvert heimili sem verður tengt. (Skiptir engu hversu mörg þau eru sem fá sér ljósleiðara.) En tengingin verður fyrst virk þegar tengigjaldið 124.000 er greitt.
Ef öll 136 aðilar/heimili láta tengja sig fæst styrkur upp á 48.960.000 og inntökugjöld upp á 13.600.000, samtals 62.560.000, þó svo að tilboð Mílu hafi hljóðað upp á 55.980.000. Reykjavíkurborg hefur þá ekki þurft að borga krónu, en hvert fara 6.580.000 sem er fjármögnun (íbúa/tengistaða og Fjarskiptasjóðs) umfram tilboðskostnað?
Ef 36 af 136 aðilum sem um er að ræða myndi neita Mílu um tengingu inn í hús (vegna þess að það kostar 100.000 + vsk), lækkar styrkur Fjarskiptasjóðs í 38.960.000 og fást með inntökugjöldum (10.000.000 +vsk) samtals 48.960.000 fyrir verkið. Þá hefur það ekki haft neitt upp úr sér að rukka inntaksgjöld. Það er sem sagt hreint tap að krefjast inntaksgjalda ef það hefur í för með sér að 37 styrkhæfir aðilar ákveða að leyfa ekki tengingu og borgin búin að bíta í skottið á sér.
Hins vegar var á Íbúaráðsfundinum bent á, að mótframlag þekkist annarsstaðar frá, en það eru ekki rök fyrir að þau brjóti ekki í bága við jafnréttisregluna. Það gerir einnig td. hraðakstur, en er samt ekki afsökun fyrir okkur hér í dreifbýlinu að keyra of hratt.
Ef rökin eru að það sé dýrara í dreifbýli, hvers vegna er þá ekki hver og einn látinn borga umframkostnaðinn hjá sér? Gildir þá allt í einu "jafnræðisreglan"? Það þurfa sumir margfalt lengri heimtaug en aðrir. Réttara væri þá að hafa kerfi eins og t.d. Veitur, þar sem verð eru aðeins hærri í dreifbýli og gilda þar sem heildarlengd heimæðar er innan við 70 m. Yfirlengdargjald er svo tekið fyrir hvern metra umfram það.
Eitthvað hefur ljósleiðaravæðingin í öllum öðrum hverfum borgarinnar einnig kostað okkur sem útsvarsgreiðendur. Fyrsta áfangi kostaði OR 350 milljónir 1999(https://www.mbl.is/greinasafn/grein/473241) Hvað hefur kostnaður borgarinnar og fyrirtækja á hennar vegum verið fyrir hvert heimili í þéttbýli? Þar var oftar en ekki grafið sérstaklega fyrir ljósleiðara og götur/gangstéttir malbikaðar aftur.
Spurning hvernig það hafi verið reiknað út að 124.000 á heimili í dreifbýli væri jafnrétti. Hversu mikið hafa "uppfærslur" af kerfum þar að undan kostað (ISDN o.fl.)? Heimili hér í dreifbýli hafa ekki fengið þær, heldur eru enn með koparlínu frá 1962, sem á að afleggja á öllu landinu í lok árs 2021.
Er sanngjarnt að heimili þurfa að borga jafn mikið og fyrirtæki á svæðinu, sem geta svo tekið vaskinn af?
Var svæðið skilgreint sem dreifbýli hér um árið til þess að geta fækkað í póstdreifingu og rukkað fyrir ljósleiðara?
Hvaða réttindi eiga borgarbúar/útsvarsgreiðendur? Vatn, rafmagn og símtengingu á koparlínu? Eða bara ekkert þegar koparkerfið verður lagt af eftir ár?
Hvenær kemur gott 4G eða 5G á svæðið? Er okkur boðið kerfi á 124.000 kr sem er úrelt eftir 1, 2, eða 3 ár?
Þess má að lokum geta nú á Covid tímum að skv. könnun í Klébergsskóla sl. vor gátu 30% nemenda ekki nýtt sér fjarkennslu v. tenginga. Allir eiga að vinna að heima. Þetta er nú 2020 ófremdarástand á grunnþjónustu í höfuðborginni Reykjavík.
Íbúar í Kollafirði voru búnir að undirbúa fund v. ljósleiðara sl. þriðjudag kl 1700, en vegna breyttra sóttvarnatilmæla varð því miður að aflýsa fundinum. Við getum ekki haldið fjarfund, eðli málsins samkvæmt. Því höfum við ekki náð að sammælast öll og því berst erindið svo seint.
Við vonum innilega að samþykkt verði að senda ályktunina til Reykjavíkurborgar um að fella niður inntökugreiðslur Kjalnesinga til Mílu, vegna hagstæðs tilboða þeirra og samþykkt borgainnar um að setja töluvert meira fé í verkið en þörf er fyrir. Ekki er þörf á 13.6 millj. viðbótargjöldum Kjalnesinga til Mílu.
Óskað er eftir að erindið verði fært í fundargerðarbók Íbúaráðsins, þannig að allir áhugasamir íbúar geti kynnst sér. Enn og mikilvægara á tímum fjarfunda.
Með vinsemd og virðingu,
Birgir Kárason og Juliette Louste, Arnarhóli I
Guðbergur Birkisson, Grundarhóli
Liselotte Widing og Steinn Friðgeirsson, Pétursborg
Sigriður Ingólfsdóttir, Arnarhóli II
Íbúasamtök Kjalarness / Guðni Ársæll Indriðason formaður Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Höfundur undirskriftarlistans hefur lokað honum. |