Áskorun til borgaryfirvalda um úrbætur á lóð Háteigsskóla

Við undirrituð, foreldrar barna í Háteigsskóla, skorum á borgaryfirvöld að bæta ástand skólalóðarinnar við Háteigsskóla. Ástand hennar hefur um langa hríð verið algjörlega óásættanlegt, eftir að skúrar fyrir frístundasstarf nemenda voru byggðir á lóðinni. Stór hluti lóðarinnar er eitt drullusvað, sérstaklega í votviðri eins og hefur verið ríkjandi á þessu skólaári 2016-2017, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Í frosti verður svæðið allt einn svellbunki.

Við skorum einnig á borgaryfirvöld að taka til endurskoðunar áform um byggingu íbúðarhúsnæðis á lóð Kennaraháskólans, og að taka til greina fjölmargar ábendingar og athugasemdir frá skólastjórnendum Háteigsskóla og foreldra barna við skólann, varðandi byggingaráformin. Nauðsynlegt er að stækka lóðina við skólann og það er nægt pláss á lóð Kennaraháskólans til þess, verði byggingaráform endurskoðuð.

 

 

16830923_10155138995353777_2041575896110235603_n.jpg16729132_10155138995738777_8721692668387699705_n.jpg

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Eiríkur Sigurðsson to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.


EðA

Þú munt fá tölvupóst með hlekk til að staðfesta undirritun þína. Til að tryggja að þú móttakir tölvupóstinn þinn skaltu vinsamlegast bæta info@petitions.net við nafnaskrána þína eða á öruggan sendendalista.

Athugaðu að þú getur ekki staðfest undirritun þína með því að svara þessum skilaboðum.
Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...