Ma Blanca koma heim?

Blanca er rúmlega 4 ára gömul geld Pitbull mix sem ég ættleiddi fyrir þremur árum á Spani, en þar bjargaði ég henni úr hunda"fangelsi" rúmlega árs gamalli.

Hun er einstaklega meðvituð um umhverfi sitt og þegar kemur að dyrum eða börnum þá lýsa því fæst orð hversu falleg og hugljúf hún er.

Hún hefur síðan búið inni á heimilinu hjá mér og fjórum kisu systkinum sem koma til Íslands seinna á árinu.
Blanca er hin indælasta, sýnir mikinn áhuga á leit og vinnu með nefi og er einstaklega hlýðin og skemmtileg, barn og dýrgóð og sérstaklega skemmtileg í umgengni.

Ég bjó með henni úti þar til ég fékk synjun aftur eftir stjórnsýslukæru um að hleypa henni með mér heim þar sem hún er á bannlista MAST sem hugsanlega hættulegur hundur vegna tegundar.

Eg myndi að sjálfsögðu samþykkja allar þær kröfur um skapgerðarmat sem á okkur yrðu settar og væri heiður ef Blanca fengi að vera sá kandídat að kynna Ísland fyrir tegundinni.

Eg er líka meira en til í að vinna með tikina og halda áfram ótrauðar í þeirri baráttu sem við elskum mest og það er Lífið ❤️

Blanca er yndisleg, og hún þarf að fá að koma heim.

 

Vilt þú hjálpa og skrifa undir?

 

 

 

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir samþykki ég að Perla Dís geti séð allar þær upplýsingar sem ég gef upp á þessu formi.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.

Við munum ekki birta netfangið þitt opinberlega á netinu.


Ég gef samþykki til að vinna úr þeim upplýsingum sem ég veiti á þessu eyðublaði í eftirfarandi tilgangi:




Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...