Mótmæli gegn fyrirhugaðri breytingu borgaryfirvalda á deiliskipulagi við Hlíðarenda, reit I
Breyting á deiliskipulagi.
Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 6. október 2021 og borgarráðs Reykjavíkur þann 18. nóvember 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu um breytingu á deiliskipulagi að Hlíðarenda reit I.
Reitur I er grænt svæði vestan við Haukahlíð í átt að Háskóla Íslands. Í tillögunni felst að breyta opnum reit I í íbúðarlóð sem gerir ráð fyrir byggingu allt að 5 hæða háu fjölbýlishúsi.
Þessari breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda mótmælum við íbúar hverfisins harðlega með eftirfarandi rökum: Reitur I er eina græna svæðið utan við inngarða fjölbýlisreita að Hlíðarenda. Svæðið er mikið notað á hverjum degi af íbúum hverfisins, börnum og fullorðnum. Frekar mætti koma þar fyrir leiktækjum á en á þeim er algjör skortur í hvefinu og girða svæðið af.
Á sumrin er sólargangur á græna svæðinu frá morgni til kvölds sem er andstætt við inngarða hverfisins og er þess vegna er það mikið notað til leikja á björtum sumardögum. Ef þessi breyting á deiliskipulagi kæmi til framkvæmda myndi hún kollvarpa þeirri fyrirætlun sem borgaryfirvöld settu sjálf fram þess efnis að Hlíðarendi væri grænt svæði. Því með því að byggja á reit I væri útrýmt eina græna svæði hverfisins og byggðinni breytt í svefnhverfi í miðri borg.
Öll bílastæði hverfisins eru nú þegar fullnýtt og meira til, þannig að ljóst er að þessi breytingartillaga borgaryfirvalda, myndi gera illt verra og auka enn á skortinn.
Öll verslunarrými sem nú eru til staðar hafa í raun engan aðgang að bílastæðum eða vörumóttöku og því hverfandi líkur á að hægt sé að nýta rýmin í mikilvæga þjónustu við íbúana. Fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi myndi enn auka á þennan skort.
Flestum íbúm Hlíðarendasvæðisins sem málið varðar, var tilkynnt af fasteignasölum að reitur I yrði grænn. Margir fjárfestu í íbúðum hverfisins vegna þessara yfirlýsinga. Það er því ekki laust við að íbúum finnist þeir hafa verið blekktir, þegar fjárfest var í framtíðareign.
Hlíðarendi á samkvæmt núverandi skipulagi, að vera blönduð byggð atvinnuhúsnæðis og íbúðarbyggðar Ef þessi breyting á deiliskipulagi nær fram að ganga, kollvarpar hún þessum yfirlýstum markmiðunum um lifandi byggð.
Rósa Ól0f Ólafíudóttir Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Höfundur undirskriftarlistans hefur lokað honum. |