Mótmælum breytingu á akstursstefnu á Aðalgötu á Suðureyri

Við undirrituð íbúar og þeir sem eiga fasteignir á Suðureyri mótmælum þeirri tillögu sem Skipulags og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar beinir til bæjarstjórnar um breytingu á að Aðalgatan á Suðureyri verði gerð að tvístefnugötu. 

Lög og reglur eru mannanna verk og því hægt að breyta og hnika til eins og þarf í hverju tilfelli fyrir sig. Að fá undanþágu á að tveir til þrír flutningabílar á viku þurfi að keyra móti einstefnu ætti að vera hægt að fá í gegn ef vilji er fyrir hendi. Einnig að farið er þvert á ályktun og tillögur Hverfisráðs Súgandafjarðar og því ekki hlustað á vilja íbúanna.

Beinum við því til bæjarstjórnar að hún beiti sér í því að það skipulag sem verið hefur og öllum bæjarbúum hugnast vel fái að halda sér, og vinni frekar í því að akstursstefnan fái að halda sér.

Bendum við t.d. á að í Reykjavík eru sett takmarkandi undirmerki á nokkrum leiðum þar sem Strætó má einn fara. Teljum við okkur á Suðureyri alveg sitja við sama borð hvað varðar umferðarlög og undanþágur frá þeim eins og fólk sem búsett er í Reykjavík.

Þessi könnun mun standa hérna fram á sunnudagskvöldið 25 Janúar 2015 og verða síðan afhent bæjaryfirvöldum til umhugsunar og afstöðu.

Skrifa undir þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Súgfirðingur to hand over my signature to those who have power on this issue.


EðA

Þú munt fá tölvupóst með hlekk til að staðfesta undirskrift To ensure you receive our emails, please add info@petitions.net to your address book or safe senders list.
Borguð auglýsing

We will advertise this petition to 3000 people.

Learn more...

Facebook