Mótmælum breytingu á akstursstefnu á Aðalgötu á Suðureyri

Við undirrituð íbúar og þeir sem eiga fasteignir á Suðureyri mótmælum þeirri tillögu sem Skipulags og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar beinir til bæjarstjórnar um breytingu á að Aðalgatan á Suðureyri verði gerð að tvístefnugötu. 

Lög og reglur eru mannanna verk og því hægt að breyta og hnika til eins og þarf í hverju tilfelli fyrir sig. Að fá undanþágu á að tveir til þrír flutningabílar á viku þurfi að keyra móti einstefnu ætti að vera hægt að fá í gegn ef vilji er fyrir hendi. Einnig að farið er þvert á ályktun og tillögur Hverfisráðs Súgandafjarðar og því ekki hlustað á vilja íbúanna.

Beinum við því til bæjarstjórnar að hún beiti sér í því að það skipulag sem verið hefur og öllum bæjarbúum hugnast vel fái að halda sér, og vinni frekar í því að akstursstefnan fái að halda sér.

Bendum við t.d. á að í Reykjavík eru sett takmarkandi undirmerki á nokkrum leiðum þar sem Strætó má einn fara. Teljum við okkur á Suðureyri alveg sitja við sama borð hvað varðar umferðarlög og undanþágur frá þeim eins og fólk sem búsett er í Reykjavík.

Þessi könnun mun standa hérna fram á sunnudagskvöldið 25 Janúar 2015 og verða síðan afhent bæjaryfirvöldum til umhugsunar og afstöðu.