Mótmælum einokun kortafyrirtækja
Við mótmælum harðlega háu og síhækkandi leiguverði á posabúnaði og að viðskiptavinir kortafyrirtækjanna geti ekki notað sinn eigin búnað telji þeir að það verði þeim til hagsbóta.
Starfsmenn Eldhafs ehf hafa haft samband við öll kortafyrirtæki landsins og beðið um að fá posa keypta en án árangurs. Öll kortafyrirtæki leigja einungis tækin.
Við förum fram á að kortafyrirtæki lækki leiguverð á posum auk þess að bjóða viðskiptavinum sínum að nota sinn eigin búnað kjósi þeir svo.
Undirritaðir gera sér grein fyrir því að posar þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði og þeir þurfi að vera vottaðir og uppfærðir en við höfum ekki séð rök fyrir því að kostnaður sem fylgir því réttlæti svo hátt posaleigugjald.
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |