Mótmælum fyrirhuguðum rekstrarbreytingum Egilsbúðar
Með því að setja nafn okkar á þennan lista mótmælum við því að veitingarekstri í Egilsbúð verði hætt frá og með áramótum. Við krefjumst þess að rekstur Egilsbúðar verði boðinn út aftur í óbreyttri mynd, Það er síst til þess fallið að auka við menningarlíf í Neskaupstað, eða Fjarðabyggð allri, og væri sveitafélagið ríkara af öflugu starfi í Egilsbúð. Þá viljum við að listi þessi verði afhendur Páli Björgvini Guðmundssyni þann 14. desember og að bæjarstjóri beiti sér fyrir því, í samráði við bæjarráð, að áframhaldandi veitingarekstur verði tryggður í Egilsbúð.
Fordæmi eru fyrir því í sveitafélaginu að um leið og veitingarekstur hverfur úr félagsheimilum minnkar starfsemi þar til muna. Þá er mikið erfiðara að nýta þau í menningarstarfsemi þar sem hver og einn sem vill halda viðburð er settur á byrjunarreit og þarf sjálfur að redda t.d. starfsfólki, veitingum, þjónustu, þrifum og öðru sem rekstraraðili hverju sinni hefur getað útvegað og leiðbeint með.
Egilsbúð er félagsheimili ríkt af sögu og hugnast okkur alls ekki að veitingarekstri verði hætt vegna vanhugsunar og drauma um að félagsheimilið verði öflugt þó að enginn sé þar rekstraraðilinn.
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |