Opnið framhaldsskóla og hefjið íþróttastarf barna og unglinga!
Við undirrituð skorum á mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, að beita sér fyrir því að framhaldsskólar verði tafarlaust opnaðir og að þar fari fram eðlilegt skólahald rétt eins og í grunnskólum. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum sem ekki er með opna framhaldsskóla og gerir þannig greinarmun á grunnskólum og framhaldsskólum. Börn og unglingar eru ekki í áhættuhópi fyrir Covid-19. Annars væru framhaldsskólar að sjálfsögðu lokaðir á hinum Norðurlöndunum líka. Um er að ræða mikilvægt lýðheilsumál og varla þarf að efast um skaðsemi núverandi fyrirkomulags sem að óbreyttu hefur alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar í för með sér á heila kynslóð ungmenna.
Að stöðva íþróttastarf barna og unglinga er heldur ekki forsvaranlegt af sömu ástæðu.
ATH. Undirritun þarf að staðfesta með samþykki í tölvupósti.
Elísabet Guðmundsdóttir læknir Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans