Opnun á gamla þjóðveginum
Gamla þjóðveginum hefur nú verið lokað fyrir allri umferð vegna þess að hrossa eigendur hafi farið fram á það svo þeir geti notað veginn til eigin nota.
Ákvörðun um að loka veginum var tekin af akraneskaupstað að beiðni hesta félagsins Dreyra.
Það var ekki óskað eftir áliti bæjarbúa á þessu máli og gengið þvert gegn þeirra skoðun og þessi ákvörðun hvergi auglýst né kynnt.
Ástæðan fyrir því að þessi undirskriftarlisti var gerður er sú að við sem bæjarbúar höfum rétt á því að fara þarna um þetta svæði, bæði akandi og gangandi.
Fyrst það er búið að loka þjóðveginum hvað verður næst?
Guðjón Sæberg Finnbogasson Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans