Öruggt Öryggi - Undirskriftarlisti fyrir dyravarðastétt Íslands

Kæru samstarfsmenn, kæru dyraverðir.

 

Komin eru tímamót í okkar starfsstétt, tími þar sem áhætta í okkar starfi hefur aukist til muna og þörf er á breytingar til að koma betur í veg fyrir að árásir og skaði eins og samstarfsmaður okkar og vinur lenti í muni ekki gerast aftur.

Fundað hefur verið með fjölmiðlum, með forsvaramönnum borgarstjórnar reykjarvíkur sem og hæstvirta forseta íslands og munum við ekki hætta þar.

Að mínu sem og margra mati er kominn tími á félag dyravarða. Félag sem talar fyrir hönd allra starfandi sem og fyrv. dyravarða, félag sem talar og berst fyrir meira öryggi, betri búnaði og kjörum okkar starfsstéttar og gerir allt sitt til þess að uppfylla allar nauðsynlegar kröfur eftir bestu getu svo hver einasti dyravörður getur verið öruggur og sinnt þessu áhættustarfi eftir bestu getu.

 

Ég bið hér með hvern einasta dyravörð íslands, hvern einasta fyrv. dyravörð íslands að skrá undirskrift sína hér til að sýna fram á hversu margir við erum sem köllum eftir breytingum og hversu margir við erum sem stöndum saman sem ein heild.

Takk fyrir,

 

Davíð Blessing


Davíð Blessing - Öruggt Öryggi    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Skrifa undir þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Davíð Blessing - Öruggt Öryggi to hand over my signature to those who have power on this issue.


EðA

Þú munt fá tölvupóst með hlekk til að staðfesta undirskrift To ensure you receive our emails, please add info@petitions.net to your address book or safe senders list.
Borguð auglýsing

We will advertise this petition to 3000 people.

Learn more...

Facebook